Handbolti

Óttast að Lauge hafi slitið krossband

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mikið áfall fyrir Kiel að missa Lauge
Mikið áfall fyrir Kiel að missa Lauge vísir/getty
Að tapa tveimur stigum gegn Melsungen í gær var ekki eina áfallið sem þýsku meistararnir í handbolta, Kiel, urðu fyrir í gær. Heimasíða félagsins hefur greint frá því að óttast sé að danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge hafi slitið krossband í leiknum.

Daninn ungi varð að fara af leikvelli vegna meiðsla á 44. mínútu og samkvæmt fyrstu skoðun lækna Kiel er krossbandið slitið.

Lauge þarf að fara í segulómmyndun áður en meiðslin verða staðfest en ekki lítur þetta vel út fyrir Kiel sem leikur sem kunnugt er undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×