Handbolti

Ólafur með mikilvæg mörk í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/Daníel
Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad eru með þriggja stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Lugi í dag, 20-18.

Ólafur var rólegur í dag en skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar. Hann var samt annar markahæsti leikmaður liðsins ásamt nokkrum öðrum. Ólafur nýtti 3 af 9 skotum sínum í leiknum.

Ólafur skoraði tvö mikilvæg mörk í röð á lokakaflanum og jafnaði þá leikinn eftir að Lugi-liðið hafði komist í 15-13. Kristianstad vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 7-3 og tryggði sér dýrmætan sigur.

Kristianstad er nú með þremur stigum meira en Alingsås HK sem er í öðru sæti. Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Eskilstuna Guif eru síðan fjórum stigum á eftir.

Kristianstad vann þarna sinn annan leik í röð en tvö töp í röð þar á undan hleypti öðrum liðum inn í baráttuna um deildarmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×