Toyota greiðir 135 milljarða í dómssátt Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 15:47 Toyota afturkallaði 10 milljónir bíla vegna þessa galla árin 2009 og 2010. Dómssátt hefur náðst milli Toyota og bandarískra yfirvalda vegna bíla Toyota sem skyndilega hröðuðu sér án vilja ökumanna og leiddi til margra dauðsfalla. Svo virðist sem Toyota hafið falið kvartanir sem fyrirtækinu bárust vegna þessa galla, sem endaði með því að Toyota varð að endurkalla yfir 10 milljón bíla á árunum 2009 og 2010. Viðgerðir bílanna fólust í því að skipta út bensínfetli, gólfmottum og hugbúnaði þeirra sem stjórnar hemlun. Með sáttinni kemur Toyota í veg fyrir að hópmálssókn bíleigenda sem höfðu hótað því að fara í hart við fyrirtækið. Toyota hefur átt í samningum við bandaríska saknóknaraembættið síðustu 4 ár vegna þessa máls. Í kjölfar þess hefur Toyota fyrirtækið breytt stefnu sinni vegna öryggismála sem upp kunna að koma og hefur lofað að taka öðruvísi á málum í framtíðinni. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent
Dómssátt hefur náðst milli Toyota og bandarískra yfirvalda vegna bíla Toyota sem skyndilega hröðuðu sér án vilja ökumanna og leiddi til margra dauðsfalla. Svo virðist sem Toyota hafið falið kvartanir sem fyrirtækinu bárust vegna þessa galla, sem endaði með því að Toyota varð að endurkalla yfir 10 milljón bíla á árunum 2009 og 2010. Viðgerðir bílanna fólust í því að skipta út bensínfetli, gólfmottum og hugbúnaði þeirra sem stjórnar hemlun. Með sáttinni kemur Toyota í veg fyrir að hópmálssókn bíleigenda sem höfðu hótað því að fara í hart við fyrirtækið. Toyota hefur átt í samningum við bandaríska saknóknaraembættið síðustu 4 ár vegna þessa máls. Í kjölfar þess hefur Toyota fyrirtækið breytt stefnu sinni vegna öryggismála sem upp kunna að koma og hefur lofað að taka öðruvísi á málum í framtíðinni.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent