Körfubolti

Leiðinlegt fyrir þá sem keyptu sig inn á þessa hörmung

Teitur Örlygsson.
Teitur Örlygsson.
„Einbeitingin var einhvers staðar allt annars staðar. Ég kannast við þetta. Við vorum að rifja það upp að við töpuðum síðasta leik gegn Hamri um árið sem var fallið og búið að reka kanann sinn,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir slæmt tap gegn Njarðvík í kvöld.

„Þetta gerist svona. Þetta er mennskt. Þetta er leiðinlegt fyrir áhorfendur sem keyptu sig inn á þessa hörmung.

„Þessi leikur skiptir ekki máli og menn eru að bíða eftir Keflavík,“ sagði Teitur en hefði Þór unnið sinn leik í kvöld og Stjarnan líka hefði Stjarnan fengið Grindavík og það hefði Teitur ekki viljað.

„Grindavík hentar okkur illa. Við teljum að Keflavík henti okkar leikstíl betur.

„Keflavík er frábært lið og á þetta annað sæti vel skilið. Liðið er búið að vinna fyrir því í allan vetur en þeir eru ekki óvinnandi vígi. Við förum fullir sjálfstraust inn í þessa seríu.

„Við erum ánægðir að menn eru komnir úr meiðslum. Við getum leikið á fleiri mörnnum, við erum með níu manna róteringu sem hjálpar okkur mikið og hjálpar í svona seríum þar sem er stutt á milli leikja,“ sagði Teitur sem óttast lítið að frammistaðan í kvöld fylgi liðinu til Keflavíkur.

„Þegar við töpuðum fyrir Hamri um árið fórum við alla leið í úrslit.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×