Íslenski boltinn

KV fær að spila í 1. deildinni í sumar - spila í Egilshöllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KV-menn gátu fagnað 1. deildarsætinu aftur í kvöld.
KV-menn gátu fagnað 1. deildarsætinu aftur í kvöld. Vísir/Daníel
Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í kvöld keppnisleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar en þátttökuleyfi nýliðanna var ekki staðfest fyrr en á fundi leyfisráðs KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Á seinni fundi leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 voru teknar fyrir umsóknir félaganna í efstu tveimur deildum karla um þátttökuleyfi 2014.

„Niðurstaðan var sú að allar umsóknir voru samþykktar og hafa öll 24 félögin því fengið útgefin leyfi fyrir sumarið," segir í frétt á heimasíðu KSÍ sem má finna hér

KV hefur spilað heimaleiki sína á Gervigrasvelli KR-inga en hann er ekki löglegur í 1. deildinni. Í samtali við vefsíðuna fótbolti.net staðfesti Páll Kristjánsson, annar af þjálfurum KV-liðsins, að liðið hafi fengið leyfi til þess að spila heimaleiki sína í Egilshöllinni. Það er hægt að sjá viðtalið við hann hér.

Báðir nýliðarnir í 1. deild karla munu því spila innandyra í sumar því HK ætlar að leika heimaleiki sína í Kórnum.


Tengdar fréttir

Reglunum verður ekki breytt fyrir KV

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi málefni KV í kvöldfréttum Stöðvar tvö en enn er mikil óvissa um hvort Knattspyrnufélag Vesturbæjar fái hreinlega þátttökuleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×