Léttir sprettir - Morgunmatur og eftirréttur í sama glasi Friðrika Hjördís Geirsdóttir skrifar 13. mars 2014 12:26 Rikka útbýr girnilegt og einfalt granóla morgunkorn og bláberjamauk sem borið er fram með grísku jógúrti og tilvalið sem morgunmatur og jafnvel sem eftirréttur. Heimatilbúið granóla með grísku jógúrti og bláberjum 90 g haframjöl 30 g kókosmjöl 30 g pekanhnetur 30 g macadamiuhnetur 20 g ristuð og söltuð sólblómafræ 2 msk rúsínur 3/4 tsk kanill 1/4 tsk sjávarsalt 100 g hunang 1 1/2 msk ólífuolía 1 tsk heitt vatn Hitið ofninn í 120°C. Setjið þurrefnin saman í skál og blandið saman. Blandið hunanginu saman við olíuna og vatnið og hellið saman við þurrefnin, blandið vel saman. Smyrjið deiginu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í klukkustund. Hrærið í deiginu á 20 mínútna fresti. Kælið og berið fram með grísku jógúrti og bláberjamauki Bláberjamauk 200 g fersk bláber 100 ml Acai berjasafi 6 dropar Jarðarberja Via Health stevía 1 tsk sítrónusafiSetjið allt saman í pott og látið malla þar í 7-10 mínútur. Kælið og berið fram með granóla og grísku jógúrti. Þetta mauk er líka tilvalið með amerískum pönnukökum. Þessa uppskrift sem og fleiri er hægt að finna á Facebook-síðu þáttarins. Eftirréttir Morgunmatur Rikka Uppskriftir Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Rikka útbýr girnilegt og einfalt granóla morgunkorn og bláberjamauk sem borið er fram með grísku jógúrti og tilvalið sem morgunmatur og jafnvel sem eftirréttur. Heimatilbúið granóla með grísku jógúrti og bláberjum 90 g haframjöl 30 g kókosmjöl 30 g pekanhnetur 30 g macadamiuhnetur 20 g ristuð og söltuð sólblómafræ 2 msk rúsínur 3/4 tsk kanill 1/4 tsk sjávarsalt 100 g hunang 1 1/2 msk ólífuolía 1 tsk heitt vatn Hitið ofninn í 120°C. Setjið þurrefnin saman í skál og blandið saman. Blandið hunanginu saman við olíuna og vatnið og hellið saman við þurrefnin, blandið vel saman. Smyrjið deiginu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í klukkustund. Hrærið í deiginu á 20 mínútna fresti. Kælið og berið fram með grísku jógúrti og bláberjamauki Bláberjamauk 200 g fersk bláber 100 ml Acai berjasafi 6 dropar Jarðarberja Via Health stevía 1 tsk sítrónusafiSetjið allt saman í pott og látið malla þar í 7-10 mínútur. Kælið og berið fram með granóla og grísku jógúrti. Þetta mauk er líka tilvalið með amerískum pönnukökum. Þessa uppskrift sem og fleiri er hægt að finna á Facebook-síðu þáttarins.
Eftirréttir Morgunmatur Rikka Uppskriftir Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira