Segir þjóðina ekki tilbúna í þessa vegferð með ríkisstjórninni Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2014 15:08 Bæjarstjórn Kópavogs skorar á ríkisstjórnina að slíta ekki viðræðum. visir/samsett „Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins." ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
„Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins."
ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira