Handbolti

Stefnir í tíu liða úrvalsdeild | Örlög HK gætu verið höndum Akureyrar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
HK-ingar lenda nær örugglega í neðsta sæti Olís-deildarinnar en liðið í 7. sæti getur bjargað þeim.
HK-ingar lenda nær örugglega í neðsta sæti Olís-deildarinnar en liðið í 7. sæti getur bjargað þeim.
Eins og staðan er núna bendir flest til þess að Olís-deild karla í handbolta verði skipuð tíu liðum næsta haust en ekki átta eins og undanfarin sex ár.

Þetta kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu Morgunblaðsins í dag en á síðasta ársþingi HSÍ var opnað á þann möguleika að fjölga liðunum í úrvalsdeildinni um tvö.

Ákveðið var að ef 18 lið eða fleiri væru skráð til keppni í efstu tveimur deildum Íslandsmóts karla tvö tímabil í röð yrði fjölgað í tíu lið í úrvalsdeildinni. Í vetur leika 19 lið í efstu tveimur deildunum og verða þau allavega 18 næsta haust, samkvæmt athugun Morgunblaðsins.

Verði fjölgað í tíu lið gætu örlög HK-inga verið í höndum Akureyrar. HK er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og Akureyri því næstneðsta. Breytist röðun liðanna ekkert keppir Akureyri við liðið í fjórða sæti 1. deildar í umspili um sæti í úrvalsdeild.

HK er í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir 16 umferðir en Akureyri sæti ofar með 12 stig. Akureyringar eru þremur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Vinni Akureyri, eða það lið sem á endanum hafnar í 7. sæti úrvalsdeildarinar, heldur það sæti sínu sem og HK en færi svo að liðið í 7. sæti tapi falla þau bæði.

Falli þau bæði koma fjögur lið upp úr 1. deildinni, sem í dag eru Stjarnan, Afturelding, Selfoss og Grótta, en annars verða þau þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×