Lífið

Hlín Helga Guðlaugsdóttir prýðir forsíðu Lífsins á morgun

Marín Manda skrifar
Hlín Helga Guðlaugsdóttir prýðir forsíðu Lífsins að þessu sinni, en hún er vöruhönnuður sem kennir upplifunarhönnun við Konstfack Listaháskólann í Stokkhólmi.

Hún telur hönnuði geta stuðlað betur að vellíðan fyrir almenning í gegnum hönnun sína þar sem manneskjan er höfð í fyrirrúmi.

Lífið ræddi við hana um mikilvægi Hönnunarmars, framtíð íslenskra hönnuða og vitundarvakningu í þjóðfélaginu.

„Við erum gagngert að tengja saman ólíka hópa til þess að ræða mál sem að skipta okkur öll máli og við getum öll lagt eitthvað til málanna. Hönnunarmars er því gífurlega mikilvægur gluggi út í heim. Það hefur verið mikil framþróun, síaukin fagmennska og mikil gróska hér á landi. Bæði hjá hönnuðum og í stuðningumhverfinu,” segir Hlín Helga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×