Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Karl Lúðvíksson skrifar 27. mars 2014 12:53 Það var pínu kvíði farinn að setjast í hjörtu veiðimanna síðustu daga þegar það hefur gengið á með úrhellisrigningu og roki og útlitið fyrir veiðiveður fyrsta veiðidaginn ekki gott. Nú hefur heldur betur ræst úr veðurspánni og það er spáð hlýnandi veðri, hæglætis golu og heldur björtum degi 1. apríl en þá opna nokkur veiðisvæði fyrir veiðimenn. Hitinn gæti jafnvel dottið upp í 8-10 gráður þegar best lætur og það getur komið fiskinum af stað. Eitthvað er laust af leyfum opnunarvikuna en það má þó reikna með að það komi kippur í bókanir þegar það liggur fyrir að verðið verði gott. Spennandi svæði væru t.d. Brúará, Eldvatn, Minnivallalækur, Sogið, Varmá og svo má auðvitað reikna með veiðimönnum við þau vötn sem opna á sama tíma. Fyrir norðan verður líklega ekki jafn veiðilegt og á suður- og vesturlandi að Skagafirði undanskildum. Það verður svo spennandi að heyra veiðifréttir eftir þennan fyrsta dag en við hvetjum ykkur veiðimenn til að senda meil á kalli@365.is með veiðimynd og frásögn af ykkar fyrsta veiðidegi. Stangveiði Mest lesið Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Ennþá góð bleikjuveiði á Þingvöllum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Mótmæla laxeldi við Ísafjarðardjúp Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Elliðaárnar opna í fyrramálið Veiði
Það var pínu kvíði farinn að setjast í hjörtu veiðimanna síðustu daga þegar það hefur gengið á með úrhellisrigningu og roki og útlitið fyrir veiðiveður fyrsta veiðidaginn ekki gott. Nú hefur heldur betur ræst úr veðurspánni og það er spáð hlýnandi veðri, hæglætis golu og heldur björtum degi 1. apríl en þá opna nokkur veiðisvæði fyrir veiðimenn. Hitinn gæti jafnvel dottið upp í 8-10 gráður þegar best lætur og það getur komið fiskinum af stað. Eitthvað er laust af leyfum opnunarvikuna en það má þó reikna með að það komi kippur í bókanir þegar það liggur fyrir að verðið verði gott. Spennandi svæði væru t.d. Brúará, Eldvatn, Minnivallalækur, Sogið, Varmá og svo má auðvitað reikna með veiðimönnum við þau vötn sem opna á sama tíma. Fyrir norðan verður líklega ekki jafn veiðilegt og á suður- og vesturlandi að Skagafirði undanskildum. Það verður svo spennandi að heyra veiðifréttir eftir þennan fyrsta dag en við hvetjum ykkur veiðimenn til að senda meil á kalli@365.is með veiðimynd og frásögn af ykkar fyrsta veiðidegi.
Stangveiði Mest lesið Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Ennþá góð bleikjuveiði á Þingvöllum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Mótmæla laxeldi við Ísafjarðardjúp Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Elliðaárnar opna í fyrramálið Veiði