"Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. mars 2014 11:51 Hér er verið að lakka neglur Gunnars fyrir bæjarstjórnarfundinn. Vísir/aðsent Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira