Körfubolti

KR komið í 2-0 eftir öruggan sigur í Hólminum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hermansson og Travis Cohn III voru stigahæstir hjá sínum liðum í kvöld.
Martin Hermansson og Travis Cohn III voru stigahæstir hjá sínum liðum í kvöld. Vísir/Andri Marinó
KR er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Snæfelli í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en deildarmeistararnir unnu fjórtán stiga sigur í Hólminum í kvöld, 99-85.

KR hafði undirtökin allan leikinn og vann fyrstu þrjá leikhlutana. Snæfell kom aðeins til baka í þeim síðasta sem það vann með sjö stiga mun en það var of lítið og of seint.

Martin Hermannsson var stigahæstur hjá KR með 25 stig en DemondWattJr. skoraði 21 stig og tók 10 fráköst. Þá skoraði PavelErmolinskij 16 stig og tók 9 fráköst.

Hjá Snæfelli voru TravisCohn III og SigurðurÞorvaldsson bestir eins og í fyrsta leiknum en þeir skoruðu báðir 24 stig og tóku 8 fráköst.

Liðin mætast þriðja sinni í DHL-höllinni í vesturbænum á fimmtudaginn og þar getur KR komist í undanúrslit með sigri og sópað Snæfelli um leið í sumarfrí.

Snæfell - KR 85-99 (15-26, 21-23, 18-26, 31-24)

Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 24/8 fráköst, Travis Cohn III 24/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 9/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5, Þorbergur Helgi Sæþórsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Finnur Atli Magnússon 2/5 fráköst, Snjólfur Björnsson 1, Viktor Marínó Alexandersson 0.

KR: Martin Hermannsson 25, Demond Watt Jr. 21/10 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Darri Hilmarsson 5/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 4/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Jón Orri Kristjánsson 1, Högni Fjalarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×