Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 9. apríl 2014 09:42 Þorsteinn Stefánsson með flottann sjóbirting úr Varmá Fín veiði hefur verið í Varmá frá opnun og veiðimenn hafa tekið vel eftir því að bæði virðist fiskurinn vera stærri og betur haldin en áður. Sum árin hafa sjóbirtingarnir verið langir og mjóir eins og flestir birtingar sem eru á útleið til sjávar en mikið af þeim sem hafa veiðst síðustu daga hafa verið þykkir á holdið og það er ekki verið að rugla saman staðbundnum fisk og sjóbirting. Fiskurinn virðist því sækja sér æti yfir vetrartímann og það má reikna með að fæðuframboð sé gott. Þetta má líka sjá á stærðinni á þeim bleikjum sem hafa veiðst en algengt er að setja í 4-6 punda bleikjur og þær hafa alveg sést stærri. T.d. hefur ein legið í hyl nokkru neðan við Stöðvarhyl sem veiðimenn telja ekki minni en 8-9 pund, jafnvel stærri því hún sé svo þykk að ummál hennar hljýtur að vera um 45-50 sm. Hún hefur hingað til ekki tekið neitt en fyrir þá sem ætla að freista þess að ná henni má benda á að þarna þarf að koma sérstaklega varlega að veiðistöðunum. Þorsteinn Stefánsson gerði góða ferð þarna samkvæmt fréttum frá SVFR og landaði glæsilegum fiskum á Stöðvarbreiðunni og í streng neðan við teljarann. Það er greinilegt að sjóbirtingurinn er ekki farinn úr ánni ennþá þannig næstu dagar í Varmá gætu orðið mjög góðir, sérstaklega þegar snjóbráðin minnkar. Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði
Fín veiði hefur verið í Varmá frá opnun og veiðimenn hafa tekið vel eftir því að bæði virðist fiskurinn vera stærri og betur haldin en áður. Sum árin hafa sjóbirtingarnir verið langir og mjóir eins og flestir birtingar sem eru á útleið til sjávar en mikið af þeim sem hafa veiðst síðustu daga hafa verið þykkir á holdið og það er ekki verið að rugla saman staðbundnum fisk og sjóbirting. Fiskurinn virðist því sækja sér æti yfir vetrartímann og það má reikna með að fæðuframboð sé gott. Þetta má líka sjá á stærðinni á þeim bleikjum sem hafa veiðst en algengt er að setja í 4-6 punda bleikjur og þær hafa alveg sést stærri. T.d. hefur ein legið í hyl nokkru neðan við Stöðvarhyl sem veiðimenn telja ekki minni en 8-9 pund, jafnvel stærri því hún sé svo þykk að ummál hennar hljýtur að vera um 45-50 sm. Hún hefur hingað til ekki tekið neitt en fyrir þá sem ætla að freista þess að ná henni má benda á að þarna þarf að koma sérstaklega varlega að veiðistöðunum. Þorsteinn Stefánsson gerði góða ferð þarna samkvæmt fréttum frá SVFR og landaði glæsilegum fiskum á Stöðvarbreiðunni og í streng neðan við teljarann. Það er greinilegt að sjóbirtingurinn er ekki farinn úr ánni ennþá þannig næstu dagar í Varmá gætu orðið mjög góðir, sérstaklega þegar snjóbráðin minnkar.
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði