Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2014 11:43 Fjölmargir voru mættir á kynningu skýrslunnar á Grand Hótel í morgun. visir/gva Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat höfunda skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands og ESB. Í skýrslunni segir að framtíð EES-samningsins sé háð verulegri óvissu, sem íslensk stjórnvöld hafi litla eða enga stjórn á heldur verði að bregðast við eftir því sem aðstæður krefjist. „Sú stefna að byggja tengsl ríkisins við ESB og innri markað þess áfram á EES-samningnum útheimtir vilja til að laga sig að hverju því sem þróunin innan ESB leiðir til. Það felur meðal annars í sér að Ísland mun í reynd þurfa að lúta yfirþjóðlegu valdi stofnana ESB á afmörkuðum sviðum,“ kemur fram í skýrslunni. Sú staða kalli á breytingar á stjórnarskrá Íslands til að áframhaldandi EES-aðild ríkisins brjóti ekki í bága við hana. „EES-aðildin krefst jafnframt vilja til að lúta forystu Norðmanna um það hvernig ríkin þrjú í EFTA-stoð EES fylgja þessari þróun eftir, enda ber Noregur höfuð og herðar yfir Ísland og Liechtenstein bæði að efnahagslegum og stjórnsýslulegum burðum og greiðir auk þess bróðurpartinn af „aðgangseyrinum“ að innri markaðnum. En sá aðgangseyrir felst að stærstum hluta í framlögum í Þróunarsjóð EFTA, sem má reikna með að hækki fyrir tímabilið 2014-2019,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að í þessu samhengi skipti líka máli „að það gefur Íslandi aukna möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu (ekki síst í samanburði við Noreg) að viðhalda stöðu sinni sem viðurkennds umsóknarríkis um aðild að sambandinu, jafnvel þótt aðildarviðræður liggi niðri, þar sem sú staða gefur fulltrúum Íslands betri aðgang en ella að áhrifamönnum innan ESB-stjórnsýslunnar.“ ESB-málið Tengdar fréttir Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat höfunda skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands og ESB. Í skýrslunni segir að framtíð EES-samningsins sé háð verulegri óvissu, sem íslensk stjórnvöld hafi litla eða enga stjórn á heldur verði að bregðast við eftir því sem aðstæður krefjist. „Sú stefna að byggja tengsl ríkisins við ESB og innri markað þess áfram á EES-samningnum útheimtir vilja til að laga sig að hverju því sem þróunin innan ESB leiðir til. Það felur meðal annars í sér að Ísland mun í reynd þurfa að lúta yfirþjóðlegu valdi stofnana ESB á afmörkuðum sviðum,“ kemur fram í skýrslunni. Sú staða kalli á breytingar á stjórnarskrá Íslands til að áframhaldandi EES-aðild ríkisins brjóti ekki í bága við hana. „EES-aðildin krefst jafnframt vilja til að lúta forystu Norðmanna um það hvernig ríkin þrjú í EFTA-stoð EES fylgja þessari þróun eftir, enda ber Noregur höfuð og herðar yfir Ísland og Liechtenstein bæði að efnahagslegum og stjórnsýslulegum burðum og greiðir auk þess bróðurpartinn af „aðgangseyrinum“ að innri markaðnum. En sá aðgangseyrir felst að stærstum hluta í framlögum í Þróunarsjóð EFTA, sem má reikna með að hækki fyrir tímabilið 2014-2019,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að í þessu samhengi skipti líka máli „að það gefur Íslandi aukna möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu (ekki síst í samanburði við Noreg) að viðhalda stöðu sinni sem viðurkennds umsóknarríkis um aðild að sambandinu, jafnvel þótt aðildarviðræður liggi niðri, þar sem sú staða gefur fulltrúum Íslands betri aðgang en ella að áhrifamönnum innan ESB-stjórnsýslunnar.“
ESB-málið Tengdar fréttir Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36