Frábær lokahringur tryggði Lexi Thompson sigur á Kraft Nabisco meistaramótinu 7. apríl 2014 10:49 Thompson fagnar titlinum ásamt fjölskyldu og vinum. AP/Vísir Lexi Thompson á eflaust aldrei eftir að gleyma gærdeginum en hún sigraði á sínu fyrsta risamóti, Kraft Nabisco meistaramótinu sem fram fór á Mission Hills í Kaliforníu. Thompson er aðeins 19 ára gömul en þetta er hennar fjórði sigur á LPGA-mótaröðinni og hefur hún á stuttum tíma orðið einn vinsælasti kvenkylfingur heims. Hún lék hringina fjóra á 14 höggum undir pari en Michelle Wie endaði í öðru sæti á 11 höggum undir. Thompson var jöfn Wie fyrir lokahringinn á tíu höggum undir pari en leiðir skildust nánast í byrjun þar sem Thompson fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Michelle Wie lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari og munurinn á milli þeirra því fjögur högg þegar að lokahringurinn var hálfnaður. Thomson gerði engin mistök á seinni níu, paraði allar holurnar og endaði hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Michelle Wie klóraði í bakkann á seinni níu en það var of seint og hún lék lokahringinn á 71 höggi, einu undir pari og endaði mótið í öðru sæti.Stacy Lewis náði þriðja sætinu með góðum lokahring upp á 69 högg en hún var nánast aldrei í baráttunni um sigurinn. Hér fyrir ofan má sjá Thomson fagna titlinum en hefð er fyrir því á Kraft Nabisco meistaramótinu að sigurvegarinn taki smá sundsprett í tjörninni við lokaholuna. Thompson hafði ríka ástæðu til þess að fagna enda fékk hún rúmlega 35 milljónir króna fyrir sigurinn. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lexi Thompson á eflaust aldrei eftir að gleyma gærdeginum en hún sigraði á sínu fyrsta risamóti, Kraft Nabisco meistaramótinu sem fram fór á Mission Hills í Kaliforníu. Thompson er aðeins 19 ára gömul en þetta er hennar fjórði sigur á LPGA-mótaröðinni og hefur hún á stuttum tíma orðið einn vinsælasti kvenkylfingur heims. Hún lék hringina fjóra á 14 höggum undir pari en Michelle Wie endaði í öðru sæti á 11 höggum undir. Thompson var jöfn Wie fyrir lokahringinn á tíu höggum undir pari en leiðir skildust nánast í byrjun þar sem Thompson fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Michelle Wie lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari og munurinn á milli þeirra því fjögur högg þegar að lokahringurinn var hálfnaður. Thomson gerði engin mistök á seinni níu, paraði allar holurnar og endaði hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Michelle Wie klóraði í bakkann á seinni níu en það var of seint og hún lék lokahringinn á 71 höggi, einu undir pari og endaði mótið í öðru sæti.Stacy Lewis náði þriðja sætinu með góðum lokahring upp á 69 högg en hún var nánast aldrei í baráttunni um sigurinn. Hér fyrir ofan má sjá Thomson fagna titlinum en hefð er fyrir því á Kraft Nabisco meistaramótinu að sigurvegarinn taki smá sundsprett í tjörninni við lokaholuna. Thompson hafði ríka ástæðu til þess að fagna enda fékk hún rúmlega 35 milljónir króna fyrir sigurinn.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira