Ísland áhrifalaust með EES-samningum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 09:27 Pia kynnti skýrsluna í morgun. Vísir/KJ „Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins. ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
„Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins.
ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira