Spennandi lokadagur framundan á Kraft Nabisco meistaramótinu 6. apríl 2014 12:28 Lexi Thompson á þriðja hring á Mission Hills í gær. AP/Vísir Mikil spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu sem fram fer á hinum glæsilega Mission Hills velli í Kaliforníu. Efstar í fyrsta sæti eru Michelle Wie og Lexi Thompson en þær eru báðar á tíu höggum undir pari. Jafnar í þriðja sæti eru þær Se Ri Pak og Carley Hull á átta höggum undir en margir þekktir kylfingar eru þar á eftir sem gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn með góðum hring í dag. Þar má helst nefna Cristie Kerr sem er sex undir, Shanshan Feng á fimm höggum undir og Stacy Lewis á fjórum höggum undir pari. Eitt er víst að það verður spennandi að fylgjast með lokahollinu í kvöld en Michelle Wie og Lexi Thompson eru meðal vinsælustu kvenkylfinga heims. Wie hefur unnið tvisvar á LPGA mótaröðinni á átta ára atvinnumannaferli sem þykir ekki mikið miðað við hversu efnileg hún þótti þegar að hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið sem unglingur. Þá er oft talað um Lexi Thompson sem framtíð kvennagolfsins en þrátt fyrir að vera nýorðin 19 ára gömul hefur hún sigrað fjögur stór mót, það fyrsta á LPGA-mótaröðinni 16 ára gömul. Þá var hún einnig yngsti kvenkylfingurinn í sögunni til þess að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, þá aðeins 12 ára. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 22:00. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mikil spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu sem fram fer á hinum glæsilega Mission Hills velli í Kaliforníu. Efstar í fyrsta sæti eru Michelle Wie og Lexi Thompson en þær eru báðar á tíu höggum undir pari. Jafnar í þriðja sæti eru þær Se Ri Pak og Carley Hull á átta höggum undir en margir þekktir kylfingar eru þar á eftir sem gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn með góðum hring í dag. Þar má helst nefna Cristie Kerr sem er sex undir, Shanshan Feng á fimm höggum undir og Stacy Lewis á fjórum höggum undir pari. Eitt er víst að það verður spennandi að fylgjast með lokahollinu í kvöld en Michelle Wie og Lexi Thompson eru meðal vinsælustu kvenkylfinga heims. Wie hefur unnið tvisvar á LPGA mótaröðinni á átta ára atvinnumannaferli sem þykir ekki mikið miðað við hversu efnileg hún þótti þegar að hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið sem unglingur. Þá er oft talað um Lexi Thompson sem framtíð kvennagolfsins en þrátt fyrir að vera nýorðin 19 ára gömul hefur hún sigrað fjögur stór mót, það fyrsta á LPGA-mótaröðinni 16 ára gömul. Þá var hún einnig yngsti kvenkylfingurinn í sögunni til þess að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, þá aðeins 12 ára. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 22:00.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira