Formúla 1

Mercedes-menn fljótastir í Barein

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton á fyrri æfingu dagsins í Bahrain.
Lewis Hamilton á fyrri æfingu dagsins í Bahrain. Vísir/Getty
Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari.

Alonso náði besta tímanum rétt undir lok fyrri æfingarinnar. Hins vegar komu Mercedes-bílarnir þá aftur út og fóru báðir hraðar en Ferrari-maðurinn, Hamilton örlítið sneggri en Rosberg.

Nico Rosberg þarf að fara fyrir dómara keppninnar og gera grein fyrir sínu máli. Hann er sakaður um að hafa ekið í veg fyrir Sergio Perez á Force India.

Á seinni æfingunni varð Daniel Ricciardo á Red Bull fjórði en liðsfélagi hans Sebastian Vettel sjöundi. Fyrri æfingin gekk ekki eins vel hjá Red Bull, þar varð Vettel tíundi og Ricciardo fjórtándi.

Lotus átti viðburðarríka sinni æfingu. Vélarbilun háði Romain Grosjean en liðsfélagi hans, Pastor Maldonado tókst á loft eftir að hafa lent á brautarkant í beygju fjögur.

Seinni æfingin fór fram á flóðlýstri brautinni í Bahrain. Keppnin hefst kl 18 á sunnudag að staðartíma. Það mun því dimma meðan keppnin stendur yfir.

Útsending frá laugardagsæfingunni hefst klukkan 11:55 á morgun á Stöð 2 Sport. Útsending frá tímatökunni hefst svo klukkan 14:50. Keppnin sjálf er svo á dagskrá klukkan 14:30 á sunnudag.


Tengdar fréttir

Sauber bíllinn mun léttast

Sauber liðið er að undirbúa nýjan og léttari undirvagn. Svissneska liðinu hefur ekki tekist að komast undir 692 kg hámarksþyngd formúlu 1 bíla.

Red Bull varar Renault við

Red Bull liðið hefur varað Renault við að liðið gæti leitað annað eftir vélum á næsta ári. Red Bull vill sjá greinanlegar framfarir fyrir lok júní. Annars gæti liðið farið að huga að samstarfi við annan vélaframleiðanda.

Alonso veit hvað Ferrari þarf að bæta

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari segir að liðið viti hvaða atriði þarfnast lagfæringa. Ferrari stefnir á að geta keppt við bestu bílana fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×