Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða 2. apríl 2014 07:03 Barack Obama forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. Frá minnisblaðinu er greint í hinu nýstofnaða blaði Iceland Mag en minnisblaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Hvíta hússins. Forsetinn beinir því til fjölmargra bandarískra stofnana að þær ræði hvalveiðarnar við Íslendinga og segir hann að allt tvíhliða samstarf þjóðanna verði nú endurskoðað í þessu ljósi. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða 46 langreyðar á Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Íslendingar hafi hins vegar veitt 134 dýr árið 2013 og geri nú ráð fyrir að veiða 154 á þessu ári og þeim næstu. Þá segir forsetinn að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Þá segir að Ríkisstjórn Íslands verði gerð þessi staða ljós þegar í stað. Tengdar fréttir Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54 Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53 Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00 Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. Frá minnisblaðinu er greint í hinu nýstofnaða blaði Iceland Mag en minnisblaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Hvíta hússins. Forsetinn beinir því til fjölmargra bandarískra stofnana að þær ræði hvalveiðarnar við Íslendinga og segir hann að allt tvíhliða samstarf þjóðanna verði nú endurskoðað í þessu ljósi. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða 46 langreyðar á Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Íslendingar hafi hins vegar veitt 134 dýr árið 2013 og geri nú ráð fyrir að veiða 154 á þessu ári og þeim næstu. Þá segir forsetinn að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Þá segir að Ríkisstjórn Íslands verði gerð þessi staða ljós þegar í stað.
Tengdar fréttir Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54 Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53 Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00 Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54
Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53
Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00
Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34