Íslendingar á Facebook ósáttir með ummæli Sigmundar Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 23:19 Sigmundur segir ýmis tækifæri felast í hnattrænni hlýnun fyrir Íslendinga. Vísir/Daníel Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“ Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“
Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira