Fresta þurfti leik á RBC Heritage vegna veðurs 19. apríl 2014 11:34 K.J. Choi slær inn á áttundu holu í gær. AP/Vísir Leik á RBC Heritage mótinu var frestað skömmu eftir klukkan þrjú að staðartíma í gær eftir að mikinn storm gerði á Hilton Head. Alls áttu rúmlega 70 kylfingar eftir að klára sinn hring en þeir munu hefja leik snemma í dag til þess að vinna upp tapaðan tíma og klára annan hring. Þeir kylfingar sem fóru snemma út í gær og náðu að klára græddu heilmikið á storminum en meðal þeirra er Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi. Hann leiðir mótið, samtals á fimm höggum undir pari en hann var meðal fyrstu manna út í gær og gat því klárað sinn hring í ágætum aðstæðum. Luke Donald, fyrrum efsti maður á heimslistanum, gerði slíkt hið sama og er jafn í þriðja sæti á þremur höggum undir pari. Það sama verður þó ekki sagt um Matt Kuchar sem leiddi mótið eftir fyrsta hring en hann var í hópi þeirra kylfinga sem lentu hvað verst í veðrinu. Hann lék aðeins fyrstu fimm holurnar áður en leik var frestað, á fjórum höggum yfir pari og er jafn í 16. sæti eins og er. Línur munu því heldur betur skýrast í dag en sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld. Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Leik á RBC Heritage mótinu var frestað skömmu eftir klukkan þrjú að staðartíma í gær eftir að mikinn storm gerði á Hilton Head. Alls áttu rúmlega 70 kylfingar eftir að klára sinn hring en þeir munu hefja leik snemma í dag til þess að vinna upp tapaðan tíma og klára annan hring. Þeir kylfingar sem fóru snemma út í gær og náðu að klára græddu heilmikið á storminum en meðal þeirra er Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi. Hann leiðir mótið, samtals á fimm höggum undir pari en hann var meðal fyrstu manna út í gær og gat því klárað sinn hring í ágætum aðstæðum. Luke Donald, fyrrum efsti maður á heimslistanum, gerði slíkt hið sama og er jafn í þriðja sæti á þremur höggum undir pari. Það sama verður þó ekki sagt um Matt Kuchar sem leiddi mótið eftir fyrsta hring en hann var í hópi þeirra kylfinga sem lentu hvað verst í veðrinu. Hann lék aðeins fyrstu fimm holurnar áður en leik var frestað, á fjórum höggum yfir pari og er jafn í 16. sæti eins og er. Línur munu því heldur betur skýrast í dag en sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld.
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira