Transcendence er jómfrúarmynd Wally í leikstjórahlutverkinu og er það ekki í fyrsta skipti sem kvikmyndatökumenn í Hollywood færa sig frá linsunni og setjast í leikstjórastólinn. Má nefna sem dæmi kvikmyndatökumann Steven Spielberg til margra ára, Janusz Kaminski en hann leikstýrði nokkrum myndum sem voru þó langt frá því að vera sérstaklega góðar. Það má velta því fyrir sér hvort kvikmyndatökumenn eigi ekki bara að halda sig við það sem þeir kunna. En reyndar hafa menn eins og Barry Sonnenfeld gert það gott með myndum eins og Man in Black og Get Shorty. Spurningin er hvort Wally takist að heilla áhorfendur

Söguþráður Transcendence er áhugaverður og vekur upp vonir um að hér sé á ferðinni mynd sem eigi eftir að vekja athygli og umræður. Því söguþráðurinn virðist vera einhversskonar heimsádeila. Þá aðallega á tækninýjungar og tölvuvæðingu mannkyns. En það er þekkt þema í vísindaskáldskaparmyndum að fjalla um þær hættur sem geta stafað af tækninni.
Söguþráðurinn er spennandi og verður gaman að sjá þessa fyrstu mynd Wally. Hann er allavega ótrúlega klár kvikmyndatökumaður og hefur einstaka sýn. Sú sýn virðist ætla að skila sér í þessari mynd því stikla myndarinnar lofar svo sannarlega miklu sjónarspili.
Heimasíðu myndarinnar má finna hér.