Handbolti

GOG tapaði fyrir Holstebro

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þrátt fyrir tapið er staða GOG góð
Þrátt fyrir tapið er staða GOG góð vísir/Vilhelm
Ljóst er hvaða lið komust í undanúrslit úr öðrum riðlinum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG þurfa að vinna í lokaumferðinni til að tryggja sig inn í undanúrslitin eftir leiki dagsins.

Næst síðustu umferð riðlakeppninnar í átta liða úrslitum lauk í dag og er ljóst að Aalborg fylgdi Kolding í átta liða úrslitin með því að leggja Sönderjyske að velli 23-15 í A-riðlinum.

Keppnin er öllu jafnari í B-riðlinum. Þar er Holstebro komið í  kjörstöðu með því að leggja GOG 34-28. Holstebro er með 9 stig en GOG og Skjern eru með 7 stig en Skjern lagði Århus 31-27 í dag.

GOG á Århus í lokaumferðinni á mánudaginn en Århus er án stiga í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×