Guðni undir feldi Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2014 13:14 Fari Guðni fram og nái inn er ekki loku fyrir það skotið að hann komist í oddastöðu og gæti þannig orðið borgarstjóri í Reykjavík. Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira