Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Karl Lúðvíksson skrifar 15. apríl 2014 13:03 Graf sem sýnir seiðavísitölu Langár Langá á Mýrum hefur undanfarin ár verið í flokki aflahæstu laxveiðiáa landsins og miðað við nýjar rannsóknir á seiðabúskap hennar er útlitið gott fyrir komandi ár. Ný rannsókn Veiðimálastofnunar sýnir að horfurnar í ánni eru mjög góðar en þetta byggir á aukinni hrygningu í ánni en seiðaárgangar frá 2009 og 2010 eru með þeim sterkustu sem hafa mælst í ánni. Lax úr þessum árgöngum verður ríkjandi í göngum sumarsins og þar sem seiðabúskapur skýrir um 40-50% veiðinnar benda allar upplýsingar til að gott sumar sé í vændum í ánni. Veiðin 2013 endaði í 2815 löxum en áin hefði leikandi getað farið mun hærra en það ef miklir vatnavextir í lok tímabils hefðu ekki gert veiðimönnum erfitt fyrir. Mesta veiðin var 2008 þegar áin fór í 2970 laxa og unnendur Langár eru þegar farnir að spá henni yfir 3000 laxa í sumar enda allar aðstæður til að svo verði þegar til staðar. Nægur snjór er á hálendinu og staðan í vatnsbúskapnum því afar góð.Veiðimálastofnun hefur unnið árlega að vöktun á laxastofni Langár frá árinu 1986 í samvinnu við veiðifélag Langár, en fyrstu rannsóknir í ánni voru gerðar 1975. Skýrsla stofnunarinnar er mjög fróðleg lesning fyrir veiðimenn en þar segir m.a.: „Seiðaþéttleiki mældist langt yfir meðaltali haustið 2013 og nýliðun seiða úr hrygningu 2012 mældist yfir meðallagi, þrátt fyrir niðursveiflu í laxgengd og veiði á árinu 2012. Uppistaða í laxveiðinni 2013 var klakárgangurinn frá 2009. Árgangar frá 2010 og 2011 hafa mælst svipaðir að styrkleika og er því útlit fyrir að áframhald geti orðið á góðri laxgengd og veiði næstu árin á vatnasvæði Langár.“ Þetta eru góðar fréttir fyrir unnendur Langár á Mýrum en skýrslu Veiðimálastofnunar í heild má nálgast hér að neðan.Vöktunarrannsóknir á laxastofni Langár á Mýrum árið 2013. Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði
Langá á Mýrum hefur undanfarin ár verið í flokki aflahæstu laxveiðiáa landsins og miðað við nýjar rannsóknir á seiðabúskap hennar er útlitið gott fyrir komandi ár. Ný rannsókn Veiðimálastofnunar sýnir að horfurnar í ánni eru mjög góðar en þetta byggir á aukinni hrygningu í ánni en seiðaárgangar frá 2009 og 2010 eru með þeim sterkustu sem hafa mælst í ánni. Lax úr þessum árgöngum verður ríkjandi í göngum sumarsins og þar sem seiðabúskapur skýrir um 40-50% veiðinnar benda allar upplýsingar til að gott sumar sé í vændum í ánni. Veiðin 2013 endaði í 2815 löxum en áin hefði leikandi getað farið mun hærra en það ef miklir vatnavextir í lok tímabils hefðu ekki gert veiðimönnum erfitt fyrir. Mesta veiðin var 2008 þegar áin fór í 2970 laxa og unnendur Langár eru þegar farnir að spá henni yfir 3000 laxa í sumar enda allar aðstæður til að svo verði þegar til staðar. Nægur snjór er á hálendinu og staðan í vatnsbúskapnum því afar góð.Veiðimálastofnun hefur unnið árlega að vöktun á laxastofni Langár frá árinu 1986 í samvinnu við veiðifélag Langár, en fyrstu rannsóknir í ánni voru gerðar 1975. Skýrsla stofnunarinnar er mjög fróðleg lesning fyrir veiðimenn en þar segir m.a.: „Seiðaþéttleiki mældist langt yfir meðaltali haustið 2013 og nýliðun seiða úr hrygningu 2012 mældist yfir meðallagi, þrátt fyrir niðursveiflu í laxgengd og veiði á árinu 2012. Uppistaða í laxveiðinni 2013 var klakárgangurinn frá 2009. Árgangar frá 2010 og 2011 hafa mælst svipaðir að styrkleika og er því útlit fyrir að áframhald geti orðið á góðri laxgengd og veiði næstu árin á vatnasvæði Langár.“ Þetta eru góðar fréttir fyrir unnendur Langár á Mýrum en skýrslu Veiðimálastofnunar í heild má nálgast hér að neðan.Vöktunarrannsóknir á laxastofni Langár á Mýrum árið 2013.
Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mjög gott í Langá Veiði