Handbolti

Drengir Dags í bikarúrslit

Silvio Heinevetter var frábær í marki Berlin í dag.
Silvio Heinevetter var frábær í marki Berlin í dag. vísir/getty
Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, tryggði sér í dag sæti í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik.

Berlin vann þá sigur á Melsungen, 30-28, í æsispennandi leik í Hamborg. Staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Berlin.

Drengir Dags virtust vera búnir að innsigla sigurinn en sváfu á verðinum og hleyptu Melsungen inn í leikinn. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark mínútu fyrir leikslok.

Berlin fór í sókn og fiskaði leikmann Melsungen af velli er hálf mínúta lifði leiks. Í kjölfarið náði Berlin að fiska vítakast.

Það tók Ingropulo. Hann lét verja frá sér en Berlin náði frákastinu. Mikil dramatík. Dagur þorði þá ekki öðru en að taka vítakast. 20 sekúndur eftir. Berlin skoraði lokamarkið og við tók mikill stríðsdans tók við á gólfinu.

Úrslitaleikurinn á milli Berlin og Flensburg fer fram klukkan 13.00 á morgun og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Flensburg hafði yfirburði gegn Löwen

Það verður ekkert af íslenskum þjálfaraslag í úrslitum þýsku bikarkeppninnar. Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, tapaði, 30-26, gegn Flensburg í fyrri undanúrslitaleik dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×