Áhyggjur af lélegri laxgengd í Dee Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2014 18:32 Það er víða mjög fallegt við ánna Dee Áín Dee í Wales er ein af þekktustu laxveiðiám í heimi og það þykir mjög eftirsóknarvert að veiða í henni á vorin þegar fyrstu stóru göngurnar mæta í hana. Það virðist þó vera eitthvað mikið að gerast í ánni síðustu vikur því sárafáir laxar hafa gengið í hana og eitt af fallegustu svæðunum í ánni er búið að vera svo til laxlaust í 12 vikur sem hefur aldrei gerst í ánni síðan skráning hófst á veiði í henni. Ekki er vitað hvað veldur þessu en meðal kenninga eru t.d. fjölgun sela við ósa Dee, náttúrleg niðursveifla eða selafælubúnaðar sem var settur niður til að halda selnum frá ósnum en það gæti haft vond áhrif á laxinn þegar hann er að koma að ánni, en líklegt er að það tæki verði þó tekið upp í eina viku til að sjá hvort það er áhrifavaldurinn. Það má einnig greina frá því að það er hinn góðkunni stórveiðimaður Árni Baldursson hjá Lax-Á sem fékk þetta í gegn með símtali í stjórnarmann Dee en Árni hefur veitt ánna í mörg ár og þekkir hana vel. Dee er um 110 km löng og er geysilega skemmtileg á að veiða að sögn þeirra Íslendinga sem fara reglulega í ánna. Svæðin eru fjölbreytt, áin oft mjög krefjandi en að sama skapi launar hún mönnum oft þolinmæðina við erfiða veiðistaði með vænum fiskum. Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Áín Dee í Wales er ein af þekktustu laxveiðiám í heimi og það þykir mjög eftirsóknarvert að veiða í henni á vorin þegar fyrstu stóru göngurnar mæta í hana. Það virðist þó vera eitthvað mikið að gerast í ánni síðustu vikur því sárafáir laxar hafa gengið í hana og eitt af fallegustu svæðunum í ánni er búið að vera svo til laxlaust í 12 vikur sem hefur aldrei gerst í ánni síðan skráning hófst á veiði í henni. Ekki er vitað hvað veldur þessu en meðal kenninga eru t.d. fjölgun sela við ósa Dee, náttúrleg niðursveifla eða selafælubúnaðar sem var settur niður til að halda selnum frá ósnum en það gæti haft vond áhrif á laxinn þegar hann er að koma að ánni, en líklegt er að það tæki verði þó tekið upp í eina viku til að sjá hvort það er áhrifavaldurinn. Það má einnig greina frá því að það er hinn góðkunni stórveiðimaður Árni Baldursson hjá Lax-Á sem fékk þetta í gegn með símtali í stjórnarmann Dee en Árni hefur veitt ánna í mörg ár og þekkir hana vel. Dee er um 110 km löng og er geysilega skemmtileg á að veiða að sögn þeirra Íslendinga sem fara reglulega í ánna. Svæðin eru fjölbreytt, áin oft mjög krefjandi en að sama skapi launar hún mönnum oft þolinmæðina við erfiða veiðistaði með vænum fiskum.
Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði