Prófessor segir orð forsætisráðherra á þingi ekki standast Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2014 16:22 Helgi Hjörvar, Sigmundur Davíð og Eiríkur Bergmann. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Bifröst segir þessi orð forsætisráðherra á þinginu í dag ekki standast. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var spurður hvort að varanleg höft á krónunni væru brot á EES-samningnum og hvort hægt væri að tryggja frjálsan útflutning á sjávarafurðum, ef ekki væri hægt að tryggja frjálst flæði fjármagns.„Mun halda gildi sínu“ „EES-samningurinn mun halda gildi sínu og við munum geta nýtt okkur hann áfram með krónu, sem jú hugsanlega verður háð einhverjum takmörkunum á flæði,“ sagði Sigmundur Davíð í svari við óundirbúinni fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar. Helgi vakti athygli á því að ríkisstjórnin legði áherslu á að krónan yrði gjaldmiðill landsins til frambúðar og að bæði fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn telji að krónan þurfi að vera í „varanlegum höftum“, þó takist að leysa snjóhengjuna svokölluðu „Getum við tryggt frjálst flæði fisks en ekki fjármagns?“ spurði þingmaðurinn. Helgi spurði einnig hvort þær varanlegu takmarkanir sem líklega þyrfti að setja á viðskipti með krónuna stæðust EES-samninginn. Sigmundur Davíð svaraði því þannig að viðskipti með krónuna yrðu hugsanlega háð takmörkunum og bætti við „Evrópusambandið sjálft er að fara í gegnum það hvort hið algjörlega takmarkalausa flæði fjármagns milli landa kunni ekki að vera hættulegt og rótin af fjármálakrísunni sem stóð frá árinu 2007 og jafnvel fram á þennan dag.“„Þetta er rangt“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Bifröst segir þessi orð forsætisráðherra ekki standast. „Þetta er rangt. Eina sem verið er að tala um – og er í vinnslu - er að koma á miklu öflugra samræmdu eftirliti með bönkum. Það hefur enginn áhrifamaður innan Evrópusambandsiins hreyft við því grundvallar prinsippi að fjármagn fái að flæða frjálst á milli aðildarríkjanna,“ segir hann og bætir við: „Það er einn af fjórum hornsteinum Evrópusambandsins og takmörk á frjálsu flæði fjármagns er pólitískt útilokað mál. Það eru engir pólitískir straumar sem nokkru nema í þá átt innan ESB.“„Efnahagsleg dauðagildra“ Helgi og Sigmundur tókust á um krónuna og þau höft sem nú eru á henni. Sigmundur Davíð sagði svarið við efnahagsvanda Íslendinga ekki liggja í því að taka upp Evru. Hann beindi orðum sínum til höfunda Evrópuskýrslu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, sem kom út fyrr í vikunni. „Sú leið sem við getum alls ekki leyft okkur að fara og væri einhverskonar efnahagsleg dauðagildra og kynnt er til sögunnar, meðal annars í skýrslu Alþjóðastofnunar Háskólans – það er að segja að Ísland fari aftur inn í einhverskonar AGS-prógram og tæki gríðar há lán til þess að borga út meðal annars þessa erlendu kröfuhafa, sem eru fastir með kröfur hérna innanlands, og reyna síðan að vinna landið út úr þeim skuldum á næstu árum og áratugum, til þess að geta tekið upp Evru,“ sagði Sigmundur Davíð. Helgi Hjörvar spurði hvort ríkisstjórnin hefði kannað málin – hvort að þetta hefði áhrif á útflutning íslensku þjóðarinnar á sjávarafurðum. „Hefur ríkisstjórnin kannað það hvort að það – að við getum ekki tryggt frjálst flæði fjármagns með íslensku krónuna og þessi takmörk sem á viðskiptum hennar verða að vera, geti ógnað samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og þar með megin útflutningshagsmunum íslensku þjóðarinnar, tollfrjálsum aðgangi fyrir sjávarafurðir, inn á helstu markaði okkar – lönd Evrópu.“„Skil ekki þessa tilburði“Sigmundur Davíð sagði áhyggjur og athugasemdir Helga og annarra þingmanna vera óþarfar: „Virðulegur forseti. Ég skil ekki alveg þessa tilburði sem ég hef orðið var við að undanförnu hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar, að fara allt í einu að gera lítið úr EES-samningnum, sem að minnsta kosti gamli Alþýðuflokkurinn taldi sitt helsta afrek. „Allt fyrir ekkert,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, ef ég man rétt. Nú er þessi EES-samningur orðinn mjög takmarkaður og ómögulegur á ýmsan hátt og auðvitað grunar mann að það tengist því að nú langi menn lengra og vilji þar af leiðandi gera alla valkosti aðra en aðild að Evrópusambandinu tortryggilega. Þessar áhyggjur og athugsemdir eru háttvirtra þingmanna eru óþarfar EES-samningurinn mun halda gildi sínu og við munum geta nýtt okkur hann áfram.“„Króna í höftum er andstætt EES-samningnum“ Eiríkur Bergmann segir að takmörkun á frjálsu flæði fjármagns sé á skjön við EES-samninginn. En það er ekki þar með sagt að ESA [Eftirlitsstofnun EFTA] fari í þá vegferð að ýta okkur útaf Evrópska Efnahagssvæðinu, fyrir það að vera með takmarkanir á viðskipti með krónuna. En þau geta vissulega velgt okkur undir uggum. En það er ekkert sem segir að hún muni gera það.“„Þrengst verulega um samninginn“ „Hinsvegar hefur þrengst verulega um samninginn. Aðgangur okkar að ákvörðunum hefur minnkað og allar líkur á að sú þróun haldi áfram. Norðmenn hafa reynt að sporna við þessu sífellt minnkandi mikilvægi samningsins en hefur ekki tekist það, þrátt fyrir allan sinn auð.“ Eiríkur segir að stefna Evrópusambandsins sé að minnka vægi EES-samningsins. „Já, Þar til hann verður að veigalitlum þætti. Þetta er þróun sem hefur verið í tuttugu ár og hefur ágerst á seinustu tíu árum. Þá tók Evrópusambandið ákvörðun að falla endanlega frá því sem kallað er „Europe á la carte“ –að ríki geti handvalið þau atriði sem þau vilja taka þátt í, í Evrópusambandinu. Í staðinn var tekin meðvituð ákvörðun að allir taki þátt í öllu. Og innan Framkvæmdastjórninnar, að minnsta kosti, líta menn svo á að EES-samningurinn sé dæmi um „Europe á la carte“ – semsagt eitthvað sem menn hafa fallið frá og hætt við.“ ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Bifröst segir þessi orð forsætisráðherra á þinginu í dag ekki standast. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var spurður hvort að varanleg höft á krónunni væru brot á EES-samningnum og hvort hægt væri að tryggja frjálsan útflutning á sjávarafurðum, ef ekki væri hægt að tryggja frjálst flæði fjármagns.„Mun halda gildi sínu“ „EES-samningurinn mun halda gildi sínu og við munum geta nýtt okkur hann áfram með krónu, sem jú hugsanlega verður háð einhverjum takmörkunum á flæði,“ sagði Sigmundur Davíð í svari við óundirbúinni fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar. Helgi vakti athygli á því að ríkisstjórnin legði áherslu á að krónan yrði gjaldmiðill landsins til frambúðar og að bæði fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn telji að krónan þurfi að vera í „varanlegum höftum“, þó takist að leysa snjóhengjuna svokölluðu „Getum við tryggt frjálst flæði fisks en ekki fjármagns?“ spurði þingmaðurinn. Helgi spurði einnig hvort þær varanlegu takmarkanir sem líklega þyrfti að setja á viðskipti með krónuna stæðust EES-samninginn. Sigmundur Davíð svaraði því þannig að viðskipti með krónuna yrðu hugsanlega háð takmörkunum og bætti við „Evrópusambandið sjálft er að fara í gegnum það hvort hið algjörlega takmarkalausa flæði fjármagns milli landa kunni ekki að vera hættulegt og rótin af fjármálakrísunni sem stóð frá árinu 2007 og jafnvel fram á þennan dag.“„Þetta er rangt“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Bifröst segir þessi orð forsætisráðherra ekki standast. „Þetta er rangt. Eina sem verið er að tala um – og er í vinnslu - er að koma á miklu öflugra samræmdu eftirliti með bönkum. Það hefur enginn áhrifamaður innan Evrópusambandsiins hreyft við því grundvallar prinsippi að fjármagn fái að flæða frjálst á milli aðildarríkjanna,“ segir hann og bætir við: „Það er einn af fjórum hornsteinum Evrópusambandsins og takmörk á frjálsu flæði fjármagns er pólitískt útilokað mál. Það eru engir pólitískir straumar sem nokkru nema í þá átt innan ESB.“„Efnahagsleg dauðagildra“ Helgi og Sigmundur tókust á um krónuna og þau höft sem nú eru á henni. Sigmundur Davíð sagði svarið við efnahagsvanda Íslendinga ekki liggja í því að taka upp Evru. Hann beindi orðum sínum til höfunda Evrópuskýrslu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, sem kom út fyrr í vikunni. „Sú leið sem við getum alls ekki leyft okkur að fara og væri einhverskonar efnahagsleg dauðagildra og kynnt er til sögunnar, meðal annars í skýrslu Alþjóðastofnunar Háskólans – það er að segja að Ísland fari aftur inn í einhverskonar AGS-prógram og tæki gríðar há lán til þess að borga út meðal annars þessa erlendu kröfuhafa, sem eru fastir með kröfur hérna innanlands, og reyna síðan að vinna landið út úr þeim skuldum á næstu árum og áratugum, til þess að geta tekið upp Evru,“ sagði Sigmundur Davíð. Helgi Hjörvar spurði hvort ríkisstjórnin hefði kannað málin – hvort að þetta hefði áhrif á útflutning íslensku þjóðarinnar á sjávarafurðum. „Hefur ríkisstjórnin kannað það hvort að það – að við getum ekki tryggt frjálst flæði fjármagns með íslensku krónuna og þessi takmörk sem á viðskiptum hennar verða að vera, geti ógnað samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og þar með megin útflutningshagsmunum íslensku þjóðarinnar, tollfrjálsum aðgangi fyrir sjávarafurðir, inn á helstu markaði okkar – lönd Evrópu.“„Skil ekki þessa tilburði“Sigmundur Davíð sagði áhyggjur og athugasemdir Helga og annarra þingmanna vera óþarfar: „Virðulegur forseti. Ég skil ekki alveg þessa tilburði sem ég hef orðið var við að undanförnu hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar, að fara allt í einu að gera lítið úr EES-samningnum, sem að minnsta kosti gamli Alþýðuflokkurinn taldi sitt helsta afrek. „Allt fyrir ekkert,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, ef ég man rétt. Nú er þessi EES-samningur orðinn mjög takmarkaður og ómögulegur á ýmsan hátt og auðvitað grunar mann að það tengist því að nú langi menn lengra og vilji þar af leiðandi gera alla valkosti aðra en aðild að Evrópusambandinu tortryggilega. Þessar áhyggjur og athugsemdir eru háttvirtra þingmanna eru óþarfar EES-samningurinn mun halda gildi sínu og við munum geta nýtt okkur hann áfram.“„Króna í höftum er andstætt EES-samningnum“ Eiríkur Bergmann segir að takmörkun á frjálsu flæði fjármagns sé á skjön við EES-samninginn. En það er ekki þar með sagt að ESA [Eftirlitsstofnun EFTA] fari í þá vegferð að ýta okkur útaf Evrópska Efnahagssvæðinu, fyrir það að vera með takmarkanir á viðskipti með krónuna. En þau geta vissulega velgt okkur undir uggum. En það er ekkert sem segir að hún muni gera það.“„Þrengst verulega um samninginn“ „Hinsvegar hefur þrengst verulega um samninginn. Aðgangur okkar að ákvörðunum hefur minnkað og allar líkur á að sú þróun haldi áfram. Norðmenn hafa reynt að sporna við þessu sífellt minnkandi mikilvægi samningsins en hefur ekki tekist það, þrátt fyrir allan sinn auð.“ Eiríkur segir að stefna Evrópusambandsins sé að minnka vægi EES-samningsins. „Já, Þar til hann verður að veigalitlum þætti. Þetta er þróun sem hefur verið í tuttugu ár og hefur ágerst á seinustu tíu árum. Þá tók Evrópusambandið ákvörðun að falla endanlega frá því sem kallað er „Europe á la carte“ –að ríki geti handvalið þau atriði sem þau vilja taka þátt í, í Evrópusambandinu. Í staðinn var tekin meðvituð ákvörðun að allir taki þátt í öllu. Og innan Framkvæmdastjórninnar, að minnsta kosti, líta menn svo á að EES-samningurinn sé dæmi um „Europe á la carte“ – semsagt eitthvað sem menn hafa fallið frá og hætt við.“
ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira