Adam Scott: Finnst eins og ég sé í toppformi 10. apríl 2014 15:30 Græna jakkanum fylgja ýmsar skyldur. Vikan hefur verið mjög erilsöm fyrir Ástralann Adam Scott en eftir að hafa sigrað Masters mótið í fyrra hafa beðið hans ótal verkefni í vikunni þar sem hann þarf að verja titilinn. Scott bauð fyrrum meisturum á mótinu í mat eins og venjan er þar sem boðið var upp á humar og nautasteik, hann var heiðursgestur á fyrsta barna- og unglingamótinu sem haldið var á Augusta National í fyrradag ásamt því að hafa þurft að hafa verið hundeltur af fréttamönnum, enda eru augu allra á þessum 33 ára gamla kylfingi sem virðist verða vinsælli hjá golfáhugamönnum með hverju árinu. „Ég hef skemmt mér vel í vikunni þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekinn eins og núverandi Masters sigurvegarar eru ávalt á þessum tíma,“ sagði Scott á síðasta fréttamannafundi sínum fyrir mótið. „Mér hefur tekist vel að undirbúa mig fyrir mótið, ég hef æft vel að á undanförnum vikum og mér finnst eins og ég sé í toppformi þessa dagana. Vikan hefur verið skemmtileg en nú tekur alvaran við.“ Scott lék alla æfingahringina með föður sínum, Phil Scott, en hann sagði í stuttu samtali við fréttamenn í fyrradag að hann væri virkilega stoltur af syni sínum. „Adam er mjög auðmjúkur sigurvegari, hann hefur höndlað frægðina og athyglina sem fylgir því að vera einn besti kylfingur í heimi mjög vel, hann ber virðingu fyrir öllum og hefur lagt mikið á sig til að komast í hóp þeirra allra bestu.“ Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Vikan hefur verið mjög erilsöm fyrir Ástralann Adam Scott en eftir að hafa sigrað Masters mótið í fyrra hafa beðið hans ótal verkefni í vikunni þar sem hann þarf að verja titilinn. Scott bauð fyrrum meisturum á mótinu í mat eins og venjan er þar sem boðið var upp á humar og nautasteik, hann var heiðursgestur á fyrsta barna- og unglingamótinu sem haldið var á Augusta National í fyrradag ásamt því að hafa þurft að hafa verið hundeltur af fréttamönnum, enda eru augu allra á þessum 33 ára gamla kylfingi sem virðist verða vinsælli hjá golfáhugamönnum með hverju árinu. „Ég hef skemmt mér vel í vikunni þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekinn eins og núverandi Masters sigurvegarar eru ávalt á þessum tíma,“ sagði Scott á síðasta fréttamannafundi sínum fyrir mótið. „Mér hefur tekist vel að undirbúa mig fyrir mótið, ég hef æft vel að á undanförnum vikum og mér finnst eins og ég sé í toppformi þessa dagana. Vikan hefur verið skemmtileg en nú tekur alvaran við.“ Scott lék alla æfingahringina með föður sínum, Phil Scott, en hann sagði í stuttu samtali við fréttamenn í fyrradag að hann væri virkilega stoltur af syni sínum. „Adam er mjög auðmjúkur sigurvegari, hann hefur höndlað frægðina og athyglina sem fylgir því að vera einn besti kylfingur í heimi mjög vel, hann ber virðingu fyrir öllum og hefur lagt mikið á sig til að komast í hóp þeirra allra bestu.“
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira