Hvernig koma golfvellirnir undan erfiðum vetri? KÞH skrifar 29. apríl 2014 20:45 9. flötin á Hvaleyri Mynd/Birgir Vestmar Björnsson Hlíðarvöllur í Mosfellsbæ er eini 18 holu völlurinn sem hefur verið opnaður og þar hefur verið spilað á sumarflötum síðan 24 apríl. Fjögur mót hafa nú þegar verið haldin á vellinum og um 600 manns tekið þátt í þeim mótum. Völlurinn kemur vel undan vetri að sögn Steins G Ólafssonar vallarstjóra, en Kjalarmenn njóta góðs af nálægð við sjóinn þar sem klaki festist síður á vellinum. Aðeins flatir númer tólf og sextán fengu klaka á sig í vetur og var hann strax brotinn af og engar skemmdir sjánlegar. Hlíðarvöllur er því kominn í sumar fötin og menn þar á bæ bjartsýnir fyrir sumrinu.Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði kemur vel undan klaka vetrinum mikla að sögn Ólafs Þórs Ágústssonar framkvæmdarsjóra. Mikil vinna var lögð í að brjóta klaka af flötunum í vetur og fóru Janúar, Febrúar og stór hluti af marsmánuði nánast í það verkefni. Einnig voru flatirnar gataðar og grasvænar saltlausnir voru notaðar með þessum fína árángri. Ólafur segir að eitthvað sé um kal bletti á brautum í hrauninu en að það komi til með að jafna sig með hækkandi hitastigi. Keilismenn hafa fjárfest í mjög fullkomnu vökvunarkerfi sem auðveldar mikið alla þá vinnu sem liggur í því að vera með góðan golfvöll. Ólafur vill koma sérstöku þakklæti til vallastjóra og starfsfólks hans fyrir frábæra vinnu í vetur. Áætlað er að opna Hvaleyarvöll þann 4 maí.Leirdalur golfvöllur Kópavogs og Garðabæjar kemur vel undan vetri að sögn Agnars Más Jónssonar framkvæmdarstjóra. Mikil vinna fór í að brjóta klaka af flötum í vetur og voru þær einnig gataðar. Notast var við léttar vinnuvélar við brotið á klakanum til að hlífa flötum eins vel og hægt var. Einhverjar skemmdir eru á brautum og teigum en með hækkandi sól á það að jafna sig þegar líður á sumarið. Agnar segir að Gummi vallarstjóri eigi mikið hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem lögð var í völlinn í vetur. Stefnt er að því að opna GKG 10 maí.Korpúlfsstaðarvöllur kemur vel undan vetri miðað við allan klakan í vetur og verður völlurinn opnaður fyrr en í fyrra að sögn Garðars Eyland framkvæmdarstjóra GR. Flatirnar hafa nánast sloppið og er það vegna þess að menn áttuðu sig fljótt á ástandinu og brugðust strax við segir Garðar.Grafholtsvöllur er alltaf seinni til og þar eru nokkrir sjánlegir áverkar segir Garðar og nefnir sérstaklega flatir númer 2 og 7. Heilt yfir er þetta ásættanlegt og er stefnt á opnun á Korpúlfsstaðarvelli þann 4 maí þar sem spilað verður Sjórinn/Áin.Urriðavöllur völlur golfklúbbsins Odds kemur heilt yfir vel undan vetri. Emil Emilsson framkvæmdarstjóri segir að mikið klakabrot á flötum hafi þruft til að að þetta yrði gott. Bæði starfsfólk og félsgsmenn í klúbbnum lögðust á eitt og mættu hvað eftir annað til að brjóta klaka af öllum flötum vallarins. Emil segir að tveir teigar mættu vera fallegri en vonast til að þeir nái sér fljótt með hækkandi hitastigi. Emil vill sérstaklega þakka öllu því félagsfólki sem mætti í sjálfboða vinnu við klakabrotið í vetur. Oddur stefnir að því að opna völlinn þann 10 maí. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hlíðarvöllur í Mosfellsbæ er eini 18 holu völlurinn sem hefur verið opnaður og þar hefur verið spilað á sumarflötum síðan 24 apríl. Fjögur mót hafa nú þegar verið haldin á vellinum og um 600 manns tekið þátt í þeim mótum. Völlurinn kemur vel undan vetri að sögn Steins G Ólafssonar vallarstjóra, en Kjalarmenn njóta góðs af nálægð við sjóinn þar sem klaki festist síður á vellinum. Aðeins flatir númer tólf og sextán fengu klaka á sig í vetur og var hann strax brotinn af og engar skemmdir sjánlegar. Hlíðarvöllur er því kominn í sumar fötin og menn þar á bæ bjartsýnir fyrir sumrinu.Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði kemur vel undan klaka vetrinum mikla að sögn Ólafs Þórs Ágústssonar framkvæmdarsjóra. Mikil vinna var lögð í að brjóta klaka af flötunum í vetur og fóru Janúar, Febrúar og stór hluti af marsmánuði nánast í það verkefni. Einnig voru flatirnar gataðar og grasvænar saltlausnir voru notaðar með þessum fína árángri. Ólafur segir að eitthvað sé um kal bletti á brautum í hrauninu en að það komi til með að jafna sig með hækkandi hitastigi. Keilismenn hafa fjárfest í mjög fullkomnu vökvunarkerfi sem auðveldar mikið alla þá vinnu sem liggur í því að vera með góðan golfvöll. Ólafur vill koma sérstöku þakklæti til vallastjóra og starfsfólks hans fyrir frábæra vinnu í vetur. Áætlað er að opna Hvaleyarvöll þann 4 maí.Leirdalur golfvöllur Kópavogs og Garðabæjar kemur vel undan vetri að sögn Agnars Más Jónssonar framkvæmdarstjóra. Mikil vinna fór í að brjóta klaka af flötum í vetur og voru þær einnig gataðar. Notast var við léttar vinnuvélar við brotið á klakanum til að hlífa flötum eins vel og hægt var. Einhverjar skemmdir eru á brautum og teigum en með hækkandi sól á það að jafna sig þegar líður á sumarið. Agnar segir að Gummi vallarstjóri eigi mikið hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem lögð var í völlinn í vetur. Stefnt er að því að opna GKG 10 maí.Korpúlfsstaðarvöllur kemur vel undan vetri miðað við allan klakan í vetur og verður völlurinn opnaður fyrr en í fyrra að sögn Garðars Eyland framkvæmdarstjóra GR. Flatirnar hafa nánast sloppið og er það vegna þess að menn áttuðu sig fljótt á ástandinu og brugðust strax við segir Garðar.Grafholtsvöllur er alltaf seinni til og þar eru nokkrir sjánlegir áverkar segir Garðar og nefnir sérstaklega flatir númer 2 og 7. Heilt yfir er þetta ásættanlegt og er stefnt á opnun á Korpúlfsstaðarvelli þann 4 maí þar sem spilað verður Sjórinn/Áin.Urriðavöllur völlur golfklúbbsins Odds kemur heilt yfir vel undan vetri. Emil Emilsson framkvæmdarstjóri segir að mikið klakabrot á flötum hafi þruft til að að þetta yrði gott. Bæði starfsfólk og félsgsmenn í klúbbnum lögðust á eitt og mættu hvað eftir annað til að brjóta klaka af öllum flötum vallarins. Emil segir að tveir teigar mættu vera fallegri en vonast til að þeir nái sér fljótt með hækkandi hitastigi. Emil vill sérstaklega þakka öllu því félagsfólki sem mætti í sjálfboða vinnu við klakabrotið í vetur. Oddur stefnir að því að opna völlinn þann 10 maí.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira