Vífilstaðavatn hrekkur í gang Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2014 06:02 Eiður Valdemarsson með flotta veiði úr Vífilstaðavatni Vífilstaðavatn er líklega ásamt Elliðavatni vinsælasta veiðivatn höfuðborgarbúa enda liggur vatnið í túnjaðrinum hjá Garðbæingum. Veiðin í vatninu síðasta sumar var yfirleitt frekar léleg alveg frá opnun til loka tímabils en miðað við síðustu fréttir úr vatninu þá er vonandi að vatnið sé að komast til lífs og vel það. Við fréttum af veiðimanni við vatnið í gær sem fékk 5 fallegar bleikjur á stuttum tíma undir norðurbakkanum á vatninu og sagðist hann hafa verið mikið var allann tímann sem hann stóð við vatnið. Hann tók allar bleikjurnar á Svartann Taylor númer #16. Og það virðast fleiri hafa verið að gera góða veiði við Vífilstaðavatn því á vef Veiðikortsins er frétt um besta voraflann sem við höfum heyrt af af vatnaslóðum á þessu vori. Eiður Valdemarsson stundar vatnið reglulega og hann var lenti í mokveiði að morgni 25. apríl. Hann byrjaði að veiða rúmlega 8 að morgni og var til hádegis. Hann landaði 22 bleikjum og hirti 15 af þeim. Stærsta bleikjan var um 3 pund. Flugurnar sem voru að virka voru Svarta Perlan #14 með kúluhaus og Vífó Extra svört #14. Tveir aðrir veiðimenn voru að veiða í vatninu á sama tíma og voru þeir með um 10 fiska hvor þannig að greinilegt er að Vífilsstaðavatn er komið í gang! Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði
Vífilstaðavatn er líklega ásamt Elliðavatni vinsælasta veiðivatn höfuðborgarbúa enda liggur vatnið í túnjaðrinum hjá Garðbæingum. Veiðin í vatninu síðasta sumar var yfirleitt frekar léleg alveg frá opnun til loka tímabils en miðað við síðustu fréttir úr vatninu þá er vonandi að vatnið sé að komast til lífs og vel það. Við fréttum af veiðimanni við vatnið í gær sem fékk 5 fallegar bleikjur á stuttum tíma undir norðurbakkanum á vatninu og sagðist hann hafa verið mikið var allann tímann sem hann stóð við vatnið. Hann tók allar bleikjurnar á Svartann Taylor númer #16. Og það virðast fleiri hafa verið að gera góða veiði við Vífilstaðavatn því á vef Veiðikortsins er frétt um besta voraflann sem við höfum heyrt af af vatnaslóðum á þessu vori. Eiður Valdemarsson stundar vatnið reglulega og hann var lenti í mokveiði að morgni 25. apríl. Hann byrjaði að veiða rúmlega 8 að morgni og var til hádegis. Hann landaði 22 bleikjum og hirti 15 af þeim. Stærsta bleikjan var um 3 pund. Flugurnar sem voru að virka voru Svarta Perlan #14 með kúluhaus og Vífó Extra svört #14. Tveir aðrir veiðimenn voru að veiða í vatninu á sama tíma og voru þeir með um 10 fiska hvor þannig að greinilegt er að Vífilsstaðavatn er komið í gang!
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði