Handbolti

Kiel fór örugglega áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Alfreð og félagar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu stórsigur, 34-26, á Metalurg Skopje á heimavelli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var aldrei í hættu, en Kiel leiddi í hálfleik með átta mörkum, 19-11.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel, en Aron Pálmarsson komst ekki á blað.

Kiel vann fyrri leikinn í Makedóníu 21-31 og viðureignina samtals 65-47.

Í gær tryggðu Veszprém, Barcelona og Flensburg sér þátttökurétt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar sem fer fram í Lanxess Arena í Köln, helgina 31. maí-1. júní.

Átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu:

Rhein-Neckar Löwen - Barcelona: 38-31, 24-31, samtals 62-62. Barcelona áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Flensburg - Vardar Skopje: 24-22, 25-27, samtals 49-49. Flensburg áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Metalurg Skopje - Kiel: 21-31, 26-34, samtals 47-65.

Paris Saint-Germain - Veszprém: 26-28, 26-31, samtals 52-59.


Tengdar fréttir

Flensburg í undanúrslitin

Þýska liðið Flensburg er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta, þrátt fyrir 27-25 tap gegn Vardar Skopje í Makedóníu í dag.

Barcelona áfram á útivallarmörkum

Barcelona komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu i handbolta eftir sjö marka sigur, 31-24, á Rhein-Neckar Löwen í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum keppninnar í kvöld.

Veszprém sló Paris SG út

Franska liðið Paris SG tapaði í dag á útivelli fyrir ungverska liðinu Veszprém, 31-26, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×