Laus leyfi í Ytri Rangá komin á vefinn Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2014 21:46 Mynd: KL Eftir að Lax-Á hætti sem leigutaki á Ytri Rangá hafa sumir innlendir fastakúnnar verið í vandræðum með að finna út úr veiðileyfakaupum í ánna fyrir komandi sumar. Það vandamál ætti að vera úr sögunni því í dag er hægt að nálgast laus leyfi í Ytri Rangá inná www.veida.is en þar eru leyfi í hinar ýmsu ár í boði. Ytri Rangá hefur verið ein af bestu veiðiám landsins og mikill fjöldi veiðimanna veiðir þar á hverju ári. Áin er nokkuð auðveidd þótt vatnsmikil sé og sumir veiðistaðirnir halda geysilega miklu magni af laxi og ekki óalgengt að vanir menn séu að fá 10-15 laxa á einum veiðistað. Einn af bestu veiðistöðum Íslands, Rangárflúðir, liggur beint fyrir neðan veiðihúsið og þar liggur oft mikið af laxi en hann er misglaður í töku. Í fyrra var veiðin í þessum stað ekkert sérstök en heitasti staðurinn í fyrra var líklega Djúpós, í það minnsta framan af tímabili en síðan koma veiðistaðir eins og Tjarnarbreiða, 17 1/2, Klöpp, Neðra Horn og Ægissíðufoss sterkir inn. Það verður reglulega gaman að fylgjast með ánni á komandi sumri og miðað við sleppingar í fyrra og gæði seiðanna má alveg reikna með að áin gæti farið yfir 5000 laxa, kannski meira. Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði
Eftir að Lax-Á hætti sem leigutaki á Ytri Rangá hafa sumir innlendir fastakúnnar verið í vandræðum með að finna út úr veiðileyfakaupum í ánna fyrir komandi sumar. Það vandamál ætti að vera úr sögunni því í dag er hægt að nálgast laus leyfi í Ytri Rangá inná www.veida.is en þar eru leyfi í hinar ýmsu ár í boði. Ytri Rangá hefur verið ein af bestu veiðiám landsins og mikill fjöldi veiðimanna veiðir þar á hverju ári. Áin er nokkuð auðveidd þótt vatnsmikil sé og sumir veiðistaðirnir halda geysilega miklu magni af laxi og ekki óalgengt að vanir menn séu að fá 10-15 laxa á einum veiðistað. Einn af bestu veiðistöðum Íslands, Rangárflúðir, liggur beint fyrir neðan veiðihúsið og þar liggur oft mikið af laxi en hann er misglaður í töku. Í fyrra var veiðin í þessum stað ekkert sérstök en heitasti staðurinn í fyrra var líklega Djúpós, í það minnsta framan af tímabili en síðan koma veiðistaðir eins og Tjarnarbreiða, 17 1/2, Klöpp, Neðra Horn og Ægissíðufoss sterkir inn. Það verður reglulega gaman að fylgjast með ánni á komandi sumri og miðað við sleppingar í fyrra og gæði seiðanna má alveg reikna með að áin gæti farið yfir 5000 laxa, kannski meira.
Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði