Síðasta Opna hús vetrarsins hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2014 19:16 Á morgun föstudag er síðasta Opna Hús vetrarins hjá SVFR og af því tilefni bjóða Skemmtinefnd SVFR og Kvennadeild alla velkomna í glæsilegan vorfagnað í Rafveituheimilinu. Dagskráin hefst klukkan 20:00 og er mikið í boði fyrir félagsmenn og gesti þeirra sem endra nær en Happahylurinn sem er fastur liður á þessum kvöldum er sérstaklega glæsilegur en heildarverðmæti vinninga er hátt í hálf milljón króna. Vinningaskráin lítur annars svona út: Langá 1 stöng í einn dag - 70.800 krónur Aquaz vöðlur frá Árvík - 54.900 krónur Laxárdalur 1 stöng í tvo daga - 52.800 krónur Mývatnssveit 1 stöng í tvo daga - 52.800 krónur Gjafakort frá Veiðivörum - 50.000 krónur Vélsleðaferð fyrir 2 á Langjökul - 38.000 krónur Varmá 2 stangir í einn dag - 27.200 krónur Flugubox frá Kröflu (2 stykki) - 22.400 krónur Veiðikortið (2 stykki) - 13.800 krónur Flugubox frá Frances.is - 10.593 krónur Veiðibox frá Rapala (2 stykki) - 14.000 krónur Bókin Ofurlaxar og aðrir minni - 3.800 krónur Önnur dagskrá er eftirfarandi: Hítará - Reynir Þrastarson kemur og fer yfir helstu veiðistaði í þessar margrómuðu perlu. Elliðaár - Ólafur E. Jóhannsson mætir og fer yfir þessa eftirsóttu á sem er einstök á heimsvísu. 5 uppáhalds - Þórdís Klara Bridde kemur og segir frá sínum uppáhalds veiðistöðum. Happahylurinn - Vöðlur, veiðileyfi, flugur, línur, veiðijakkar og margt fleira verður í happahyl kvöldsins sem verður sá veglegasti til þessa. Myndagetraun - verður að sjálfsögðu á sínum stað. Við mælum með því að allir mæti tímanlega til þess að ná sætum og koma sér vel fyrir áður en formleg dagskrá hefst. Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði
Á morgun föstudag er síðasta Opna Hús vetrarins hjá SVFR og af því tilefni bjóða Skemmtinefnd SVFR og Kvennadeild alla velkomna í glæsilegan vorfagnað í Rafveituheimilinu. Dagskráin hefst klukkan 20:00 og er mikið í boði fyrir félagsmenn og gesti þeirra sem endra nær en Happahylurinn sem er fastur liður á þessum kvöldum er sérstaklega glæsilegur en heildarverðmæti vinninga er hátt í hálf milljón króna. Vinningaskráin lítur annars svona út: Langá 1 stöng í einn dag - 70.800 krónur Aquaz vöðlur frá Árvík - 54.900 krónur Laxárdalur 1 stöng í tvo daga - 52.800 krónur Mývatnssveit 1 stöng í tvo daga - 52.800 krónur Gjafakort frá Veiðivörum - 50.000 krónur Vélsleðaferð fyrir 2 á Langjökul - 38.000 krónur Varmá 2 stangir í einn dag - 27.200 krónur Flugubox frá Kröflu (2 stykki) - 22.400 krónur Veiðikortið (2 stykki) - 13.800 krónur Flugubox frá Frances.is - 10.593 krónur Veiðibox frá Rapala (2 stykki) - 14.000 krónur Bókin Ofurlaxar og aðrir minni - 3.800 krónur Önnur dagskrá er eftirfarandi: Hítará - Reynir Þrastarson kemur og fer yfir helstu veiðistaði í þessar margrómuðu perlu. Elliðaár - Ólafur E. Jóhannsson mætir og fer yfir þessa eftirsóttu á sem er einstök á heimsvísu. 5 uppáhalds - Þórdís Klara Bridde kemur og segir frá sínum uppáhalds veiðistöðum. Happahylurinn - Vöðlur, veiðileyfi, flugur, línur, veiðijakkar og margt fleira verður í happahyl kvöldsins sem verður sá veglegasti til þessa. Myndagetraun - verður að sjálfsögðu á sínum stað. Við mælum með því að allir mæti tímanlega til þess að ná sætum og koma sér vel fyrir áður en formleg dagskrá hefst.
Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði