Oddviti D-listans telur fjárhagsstöðuna góða Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 14:08 Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira