Tekist á í bæjarstjórn Reykjanesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 10:29 Meirihluti bæjarstjórnar vill spyrja íbúa hvort þeir vilji aukna þjónustu. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira