Einstæð móðir átti báða vinningsmiðana Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. maí 2014 12:26 Konan vann 84,5 milljónir Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“ Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“
Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29