Einstæð móðir átti báða vinningsmiðana Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. maí 2014 12:26 Konan vann 84,5 milljónir Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“ Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“
Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29