Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2014 20:45 Jón Valur Jensson. vísir/hari Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan. ESB-málið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan.
ESB-málið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira