Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 10:35 Anna Sigríður á einum af sínum uppáhaldsstöðum, á leik hjá meistaraflokki kvenna í Aftureldingu. Áfram Afturelding! Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Anna Sigríður Guðnadóttir er fædd og uppalin í 101 Reykjavík. Hún er gift Gylfa Dýrmundssyni, rannsóknarlögreglumanni og eiga þau 4 börn, Guðna Kára, Ásdísi Birnu, Kristrúnu Höllu og Gunnar Loga. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæinn árið 1999. Anna Sigríður er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún og á bara eftir lokaritgerð í meistaranámi sínu í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans. Anna Sigríður er eldheit Aftureldingarmanneskja og hefur sinnt ýmsu sjálfboðastarfi innan félagsins um árabil. Hún sat í aðalstjórn ungmennafélagsins frá 2009-2013. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar um árabil og meðal annars verið fulltrúi flokksins í fræðslunefnd Mosfellsbæjar í 8 ár. Helstu áherslur hennar í pólitík eru skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla, öflugt skólastarf og velferð barna, ábyrgur rekstur og jafnréttismál. Í tómstundum vill Anna Sigríður lesa og lesa meira en eitt frekar nýtilkomið áhugamál hennar er kryddjurtaræktun sem tengist mjög áhuga hennar á matargerð. Svo er það náttúrulega fótboltinn, en fátt er skemmtilegra en að mæta á leiki Aftureldingar á fallegum sumardögum. Í ellinni ætlar Anna Sigríður að fá sér lopatrefil í Álafossbúðinni og lepja mikið latte á kaffihúsum í miðbæ Mosfellsbæjar. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er stödd á björtum sumardegi , gróðurangan í loftinu og kyrrðin áþreifanleg. Hundar eða kettir? Kettir eða hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Barnsfæðing. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund með dijon sinnepi og rósmarín. Hvernig bíl ekur þú? Ford Focus, veit ekki hvað hann er gamall. Besta minningin? Þegar ég kynntist manninum mínum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Já fyrir að brjóta stöðvunarskyldu. Hverju sérðu mest eftir? Lífið er of stutt fyrir eftirsjá. Draumaferðalagið? Afríka. Hefur þú migið í saltan sjó? Óbeint, um borð í Herjólfi, telst það með? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið er uppfullt af smá skrýtnum atburðum. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft og á eflaust eftir að gera það oft enn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af börnunum mínum, frábærar manneskjur öll fjögur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Samfylkingin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Anna Sigríður Guðnadóttir er fædd og uppalin í 101 Reykjavík. Hún er gift Gylfa Dýrmundssyni, rannsóknarlögreglumanni og eiga þau 4 börn, Guðna Kára, Ásdísi Birnu, Kristrúnu Höllu og Gunnar Loga. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæinn árið 1999. Anna Sigríður er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún og á bara eftir lokaritgerð í meistaranámi sínu í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans. Anna Sigríður er eldheit Aftureldingarmanneskja og hefur sinnt ýmsu sjálfboðastarfi innan félagsins um árabil. Hún sat í aðalstjórn ungmennafélagsins frá 2009-2013. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar um árabil og meðal annars verið fulltrúi flokksins í fræðslunefnd Mosfellsbæjar í 8 ár. Helstu áherslur hennar í pólitík eru skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla, öflugt skólastarf og velferð barna, ábyrgur rekstur og jafnréttismál. Í tómstundum vill Anna Sigríður lesa og lesa meira en eitt frekar nýtilkomið áhugamál hennar er kryddjurtaræktun sem tengist mjög áhuga hennar á matargerð. Svo er það náttúrulega fótboltinn, en fátt er skemmtilegra en að mæta á leiki Aftureldingar á fallegum sumardögum. Í ellinni ætlar Anna Sigríður að fá sér lopatrefil í Álafossbúðinni og lepja mikið latte á kaffihúsum í miðbæ Mosfellsbæjar. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er stödd á björtum sumardegi , gróðurangan í loftinu og kyrrðin áþreifanleg. Hundar eða kettir? Kettir eða hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Barnsfæðing. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund með dijon sinnepi og rósmarín. Hvernig bíl ekur þú? Ford Focus, veit ekki hvað hann er gamall. Besta minningin? Þegar ég kynntist manninum mínum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Já fyrir að brjóta stöðvunarskyldu. Hverju sérðu mest eftir? Lífið er of stutt fyrir eftirsjá. Draumaferðalagið? Afríka. Hefur þú migið í saltan sjó? Óbeint, um borð í Herjólfi, telst það með? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið er uppfullt af smá skrýtnum atburðum. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft og á eflaust eftir að gera það oft enn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af börnunum mínum, frábærar manneskjur öll fjögur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Samfylkingin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08