Þór/KA vann Selfoss, 3-2, í fyrsta leik annarrar umferðar Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en leikið var á Selfossi í dag.
Hafrún Olgeirsdóttir kom gestunum í 1-0 á 6. mínútu og KatrínÁsbjörnsdóttir bætti við forskotið á 24. mínútu, 2-0.
Eva Lind Elíasdóttir minnkaði muninn fyrir Selfoss nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks, 2-1, en eftir þrjár mínútur í þeim síðari skoraði Thanai Annis fyrir Þór/KA, 3-1.
Blake Stockton minnkaði muninn á ný fyrir heimakonur, 3-2, með marki á 52. mínútu en nær komst Selfoss ekki og keyrðu norðankonur heim með þrjú stig í farteskinu.
Þór/KA fer vel af stað í deildinni en liðið náði stigi af sterku liði Vals í fyrstu umferðinni og sótti nú þrjú stig á Selfoss.
Byrjun Selfoss er smá vonbrigði en liðið hefur styrkt sig mikið og fékk t.a.m. landsliðskonuna DagnýjuBrynjarsdóttir til liðs við sig í vetur. Hún spilaði allan leikinn í dag.
Selfoss er búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum á Íslandsmótinu; gegn ÍBV og Þór. Næstu leikir í umferðinni fara fram á þriðjudaginn.
Markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Þór/KA sótti þrjú stig á Selfoss
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti



Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn