,,Við vorum vinir en hann er mikill herramaður og kann sig og það heillaði mig. Við komum öllum á óvart með sambandi okkar enda var þetta óvænt fyrir okkur líka," svarar Hildur spurð hvernig Albert hafi fangað hjarta hennar.
,,Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini og svo enn betur í gegnum kirkjuna mína. Hann er af góðu fólki kominn, mjög trúaður, góður íþróttamaður og í námi. Svo er hann svo rólegur og klár. Fyrir mér er hann fullkominn. Hann hikar ekki við að gefa mér vítamín og prótein í stað blóma - mér finnst það svo fyndið. Hann byggir mig ekki bara upp andlega," segir Hildur.


