Handbolti

Stuðningsfólk Hauka og ÍBV fær hrós frá lögreglunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukastúkan.
Haukastúkan. Vísir/Stefán
Það var troðfullt í Schenker-höllinni á Ásvöllum í gær þegar Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla eftir 29-28 sigur á Haukum í oddaleik í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á úrslitaleik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í Hafnarfirði og hrósar áhorfendum fyrir bæði góða framkomu sem og að passa upp á að leggja bílum sínum löglega.

„Góð stemning var hjá áhorfendum í troð fullri höllinni og þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af nokkrum manni. Aðeins fjórir bifreiðaeigendur fengu sekt fyrir að leggja ólöglega sem getur ekki kallast mikið miðað við þann mikla fjölda bifreiða sem var á svæðinu. Stuðningsmenn Hauka og ÍBV voru því til fyrirmyndar á allan hátt," segir á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Stuðningsfólk liðanna lét vel í sér heyra og upplifðu jafnframt allan tilfinningaskalann í sveiflukenndum handboltaleik. Jákvæðnin og gleðin var í aðalhlutverki sem gerði þetta kvöld að enn sögulegri viðburði í íslenskri íþróttasögu.


Tengdar fréttir

Það er allt kolgeggjað í Eyjum

"Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×