Handbolti

Alexander í stuði í stórsigri Ljónanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander Petersrson var frábær í kvöld.
Alexander Petersrson var frábær í kvöld. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen, undir stjórn GuðmundarGuðmundssonar, tók Melsungen í kennslustund á heimavelli sínum SAP-höllinni í kvöld.

Melsungen-menn eru engir aumingjar en liðið er í sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar. Það átti aftur á móti ekki roð í toppliðið í kvöld sem vann 13 marka sigur, 41-28.

Alexander Petersson var í stuði í kvöld en hann skoraði níu mörk líkt og hornamaðurinn UweGensheimer og AndySchmid. Þeir voru markahæstir á vellinum en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Rhein-Neckar Löwen er með 57 stig, tveimur stigum meira en Kiel, sem á leik til góða gegn TuS N-Lübbecke um helgina. Eftir það er aðeins ein umferð eftir af deildinni.

Ljónin hans Guðmundar eru með mun betri markatölu en Kiel eftir sigurinn í kvöld þannig lærisveinar Alfreðs þurfa að taka Lübbecke í aðra eins kennslustund til að eiga möguleika á titlinum í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×