Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 17:08 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08