Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 17:08 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08