Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag 14. maí 2014 16:02 selfie af mér á uppáhaldsstað mínum í Hafnarfirði – Hellisgerði með fallegasta tré landsins á bak við mig - Ég er treehugger :) Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ég er Hafnfirðingur í húð og hár, fædd á Sólvangi árið 1966 og hef lengst af búið í Hafnarfirði. Ég ólst upp í Suðurbænum, gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flensborg. Ég á ákaflega sterkar rætur í bænum, langamma og langafi fluttu til Hafnarfjarðar upp úr 1930 og reistu sér hús á Hamrinum, þar sem afi og amma bjuggu líka og móðir mín var alin upp. Ég á góðar æskuminningar úr þessu gamla timburhúsi sem nú hefur verið endurnýjað og orðið sérlega fallegt. Mitt heimili er á Suðurgötunni og hef ég lífið við höfnina fyrir augunum dag hvern. Sambýlismaður minn er Einar Áskelsson gæða- og öryggisstjóri Fjármálaeftirlitsins. Saman eigum við fimm börn; Söru Dögg 26 ára, Rannveigu 21 árs, Elínu Ásu 13 ára, Hjört Elí 10 ára og Karitas Björgu 5 ára. Ég er líka svo heppin að vera orðin amma því elsta stelpan mín á dásemdar drenginn Kristján Óla sem er rúmlega eins árs. Ég er með BA-próf í bókmenntafræði, framhaldsnám í blaðamennsku og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Ég starfaði um tíma við blaðamennsku, útgáfu og kynningarmál, einnig var ég um árabil í starfi sem áfengisráðgjafi og dagskrárstjóri á Teigi, áfengismeðferðardeild Landspítalans. Árið 2000 réðst ég til kennslu við Flensborgarskóla og tók þátt í að byggja upp upplýsinga- og fjölmiðladeild við skólann. Í Flensborgarskóla var ég einnig forvarnafulltrúi í allnokkur ár. Frá árinu 2012 hef ég sinnt bæjarmálunum í Hafnarfirði í fullu starfi. Fyrstu tvö árin sem formaður fræðslu- og bæjarráðs og formaður stjórnar Strætó bs og síðari tvö árni sem bæjarstjóri. Þetta hefur verið einstaklega lærdómsríkur, skemmtilegur og krefjandi tími. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hafnarfjörð þá er einn fallegasti staður á Íslandi að mínu mati Dritvík á Snæfellsnesi. Rómantískasti staður landsins og þar er einhver ólýsanlegur kraftur. Hundar eða kettir? Mér finnst kettir skemmtilegri en hundar, þeir eru sjálfstæðari og litríkari karakterar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðingar dætra minna þriggja. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fer eftir árstíðum. Kjötsúpa er best á köldum dögum, Skata er ómissandi hluti jóla og svo Sushi þess á milli ;) Hvernig bíl ekur þú? Toyota Yaris 2008. Besta minningin? Fyrstu augnablikin í lífi dætra minna þriggja eru dýrmætustu og bestu minningar mínar. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Ég hef einu sinni verið stoppuð af lögreglunni til að athuga hvort ég væri að fara að aka undir áhrifum áfengis. Þetta var á bílastæðinu fyrir utan sveitaball í Úthlíð fyrir ca. 15 árum og ég var með mömmu og ömmu í bílnum :) Ég var afskaplega glöð – bað sérstaklega um að fá að blása, en löggunni fannst ég ekkert spennandi því ég var auðvitað alveg bláedrú og verið það í yfir 20 ár :) Hverju sérðu mest eftir? Ég sé ekki eftir neinu – ég er sú sem ég er vegna alls þess sem ég hef gengið í gegn um og upplifað. Draumaferðalagið? Lífið er draumaferðalagið mitt Hefur þú migið í saltan sjó? Já, auðvitað. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar ég hætti að nota á mér eyrun. Þá var ég sjö ára og bjó ásamt móður minni á heimavist Heyrnaleysingjaskólans. Ég var eina heyrandi barnið og þurfti því ekki mikið að nota á mér eyrun – samskiptin fóru jú aðallega fram með táknmáli en ekki tali. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Það er mannlegt að gera mistök en ég reyni að læra af reynslunni og gera ekki sömu mistökin aftur. Hverju ertu stoltastur af? Í starfi mínu sem bæjarstjóri er ég er stoltust af þeim árangri sem náðst hefur við að endurskipuleggja erlend lán Hafnarfjarðarbæjar. Til þess þurfti að ná að samræma kröfur og væntingar þýskrar ríkisskilanefndar, Seðlabanka Íslands vegna gjaldeyrishafta og ná þeim árangri í rekstri sveitarfélagsins að sveitarfélagið gæti boðist viðunandi kjör á innlend lán hjá innlendum fjárfestum. Allt þetta náðist! Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ég er Hafnfirðingur í húð og hár, fædd á Sólvangi árið 1966 og hef lengst af búið í Hafnarfirði. Ég ólst upp í Suðurbænum, gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flensborg. Ég á ákaflega sterkar rætur í bænum, langamma og langafi fluttu til Hafnarfjarðar upp úr 1930 og reistu sér hús á Hamrinum, þar sem afi og amma bjuggu líka og móðir mín var alin upp. Ég á góðar æskuminningar úr þessu gamla timburhúsi sem nú hefur verið endurnýjað og orðið sérlega fallegt. Mitt heimili er á Suðurgötunni og hef ég lífið við höfnina fyrir augunum dag hvern. Sambýlismaður minn er Einar Áskelsson gæða- og öryggisstjóri Fjármálaeftirlitsins. Saman eigum við fimm börn; Söru Dögg 26 ára, Rannveigu 21 árs, Elínu Ásu 13 ára, Hjört Elí 10 ára og Karitas Björgu 5 ára. Ég er líka svo heppin að vera orðin amma því elsta stelpan mín á dásemdar drenginn Kristján Óla sem er rúmlega eins árs. Ég er með BA-próf í bókmenntafræði, framhaldsnám í blaðamennsku og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Ég starfaði um tíma við blaðamennsku, útgáfu og kynningarmál, einnig var ég um árabil í starfi sem áfengisráðgjafi og dagskrárstjóri á Teigi, áfengismeðferðardeild Landspítalans. Árið 2000 réðst ég til kennslu við Flensborgarskóla og tók þátt í að byggja upp upplýsinga- og fjölmiðladeild við skólann. Í Flensborgarskóla var ég einnig forvarnafulltrúi í allnokkur ár. Frá árinu 2012 hef ég sinnt bæjarmálunum í Hafnarfirði í fullu starfi. Fyrstu tvö árin sem formaður fræðslu- og bæjarráðs og formaður stjórnar Strætó bs og síðari tvö árni sem bæjarstjóri. Þetta hefur verið einstaklega lærdómsríkur, skemmtilegur og krefjandi tími. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hafnarfjörð þá er einn fallegasti staður á Íslandi að mínu mati Dritvík á Snæfellsnesi. Rómantískasti staður landsins og þar er einhver ólýsanlegur kraftur. Hundar eða kettir? Mér finnst kettir skemmtilegri en hundar, þeir eru sjálfstæðari og litríkari karakterar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðingar dætra minna þriggja. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fer eftir árstíðum. Kjötsúpa er best á köldum dögum, Skata er ómissandi hluti jóla og svo Sushi þess á milli ;) Hvernig bíl ekur þú? Toyota Yaris 2008. Besta minningin? Fyrstu augnablikin í lífi dætra minna þriggja eru dýrmætustu og bestu minningar mínar. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Ég hef einu sinni verið stoppuð af lögreglunni til að athuga hvort ég væri að fara að aka undir áhrifum áfengis. Þetta var á bílastæðinu fyrir utan sveitaball í Úthlíð fyrir ca. 15 árum og ég var með mömmu og ömmu í bílnum :) Ég var afskaplega glöð – bað sérstaklega um að fá að blása, en löggunni fannst ég ekkert spennandi því ég var auðvitað alveg bláedrú og verið það í yfir 20 ár :) Hverju sérðu mest eftir? Ég sé ekki eftir neinu – ég er sú sem ég er vegna alls þess sem ég hef gengið í gegn um og upplifað. Draumaferðalagið? Lífið er draumaferðalagið mitt Hefur þú migið í saltan sjó? Já, auðvitað. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar ég hætti að nota á mér eyrun. Þá var ég sjö ára og bjó ásamt móður minni á heimavist Heyrnaleysingjaskólans. Ég var eina heyrandi barnið og þurfti því ekki mikið að nota á mér eyrun – samskiptin fóru jú aðallega fram með táknmáli en ekki tali. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Það er mannlegt að gera mistök en ég reyni að læra af reynslunni og gera ekki sömu mistökin aftur. Hverju ertu stoltastur af? Í starfi mínu sem bæjarstjóri er ég er stoltust af þeim árangri sem náðst hefur við að endurskipuleggja erlend lán Hafnarfjarðarbæjar. Til þess þurfti að ná að samræma kröfur og væntingar þýskrar ríkisskilanefndar, Seðlabanka Íslands vegna gjaldeyrishafta og ná þeim árangri í rekstri sveitarfélagsins að sveitarfélagið gæti boðist viðunandi kjör á innlend lán hjá innlendum fjárfestum. Allt þetta náðist! Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28
Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55