Meginverkefnið að blása lífi í atvinnulífið í Stykkishólmi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 14:00 Sturla Böðvarsson er bæjarstjóraefni H-listans vísir/stefán Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira