Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2014 12:00 Gunnar Ólafur Kristleifsson með fallega urriða úr Vastnsdalsá Norðurlandið virðist loksins vera að koma inn, í það minnsta svæðin á láglendi og veiðimenn sem við heyrðum af í Vatnsdalsá voru að gera góða hluti. Gunnar Ólafur Kristleifsson er þar við veiðar ásamt félögum sínum og hafa þeir landað 8 flottum urriðum á rétt tæpum klukkutíma svo það virðist vera nokkuð mikið líf á svæðinu. Fiskarnir eru 2-4 pund og koma vel haldnir undan vetri. Veiðisvæðin þarna í kring eru að koma inn þessa dagana og það má t.d. reikna með að Hópið fari að detta inn hvað úr hverju, sama gildir um Svínadalsvatn og svæði II í Blöndu en það svæði er geysilega skemmtilegt í vorveiði. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur veiðimyndir og veiðisögur á kalli@365.is því við drögum úr innsendum fréttum í haust og meðal vinninga eru t.d. laxveiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði
Norðurlandið virðist loksins vera að koma inn, í það minnsta svæðin á láglendi og veiðimenn sem við heyrðum af í Vatnsdalsá voru að gera góða hluti. Gunnar Ólafur Kristleifsson er þar við veiðar ásamt félögum sínum og hafa þeir landað 8 flottum urriðum á rétt tæpum klukkutíma svo það virðist vera nokkuð mikið líf á svæðinu. Fiskarnir eru 2-4 pund og koma vel haldnir undan vetri. Veiðisvæðin þarna í kring eru að koma inn þessa dagana og það má t.d. reikna með að Hópið fari að detta inn hvað úr hverju, sama gildir um Svínadalsvatn og svæði II í Blöndu en það svæði er geysilega skemmtilegt í vorveiði. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur veiðimyndir og veiðisögur á kalli@365.is því við drögum úr innsendum fréttum í haust og meðal vinninga eru t.d. laxveiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði