Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2014 12:00 Gunnar Ólafur Kristleifsson með fallega urriða úr Vastnsdalsá Norðurlandið virðist loksins vera að koma inn, í það minnsta svæðin á láglendi og veiðimenn sem við heyrðum af í Vatnsdalsá voru að gera góða hluti. Gunnar Ólafur Kristleifsson er þar við veiðar ásamt félögum sínum og hafa þeir landað 8 flottum urriðum á rétt tæpum klukkutíma svo það virðist vera nokkuð mikið líf á svæðinu. Fiskarnir eru 2-4 pund og koma vel haldnir undan vetri. Veiðisvæðin þarna í kring eru að koma inn þessa dagana og það má t.d. reikna með að Hópið fari að detta inn hvað úr hverju, sama gildir um Svínadalsvatn og svæði II í Blöndu en það svæði er geysilega skemmtilegt í vorveiði. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur veiðimyndir og veiðisögur á kalli@365.is því við drögum úr innsendum fréttum í haust og meðal vinninga eru t.d. laxveiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Kröfurnar miklar eftir góðærið Veiði Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Norðurlandið virðist loksins vera að koma inn, í það minnsta svæðin á láglendi og veiðimenn sem við heyrðum af í Vatnsdalsá voru að gera góða hluti. Gunnar Ólafur Kristleifsson er þar við veiðar ásamt félögum sínum og hafa þeir landað 8 flottum urriðum á rétt tæpum klukkutíma svo það virðist vera nokkuð mikið líf á svæðinu. Fiskarnir eru 2-4 pund og koma vel haldnir undan vetri. Veiðisvæðin þarna í kring eru að koma inn þessa dagana og það má t.d. reikna með að Hópið fari að detta inn hvað úr hverju, sama gildir um Svínadalsvatn og svæði II í Blöndu en það svæði er geysilega skemmtilegt í vorveiði. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur veiðimyndir og veiðisögur á kalli@365.is því við drögum úr innsendum fréttum í haust og meðal vinninga eru t.d. laxveiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Kröfurnar miklar eftir góðærið Veiði Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði