Dögun þurfti að breyta heiti framboðsins í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 11:51 Dögun og sjóræningjar var talið geta ruglað kjósendur Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10
Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28
Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01
"Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13