Leikarinn Brad Pitt var kýldur á rauða dreglinum í gærkvöldi.
Pitt var staddur fyrir í El Capitan kvikmyndahúsið með Angelina Jolie, eiginkonu sinni, en myndin Maleficent var frumsýnd í gærkvöldi. Jolie fer með aðalhlutverkið í myndinni.
Maðurinn hljóp að Pitt á rauða dreglinum og kýldi hann einu sinni í andlitið áður en lögreglumenn náðu að handsama manninn.
Síðar um kvöldið kom í ljós um var að ræða þekktan úkraínskan fjölmiðlamann að nafni Vitalii Sediuk. Sediuk er þekktur sjónvarpsmaður í heimalandinu og hefur oftar en ekki leikið svipaðan leik.
Í síðustu viku skreið Sediuk undir kjól leikkonunnar America Ferrera á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Ferrera var þá að kynna nýjustu mynd sína How To Train Your Dragon 2.
Árið 2012 fór hann upp að leikaranum Will Smith í Moskvu og kyssti hann á muninn. Smith svaraði með því slá hann utanundir.
Á síðasta ári laumaði maðurinn sér inn á VIP svæðið á Grammy tónlistarhátíðinni.

