Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2014 19:24 Nokkuð vel mætt var við bakka Elliðavatns í gærkvöldi en heldur róleg var takan þrátt fyrir að hæglætis veður væri við vatnið og aðstæður hinar bestu. Veiðin hefur verið ágæt í vatninu í vor en besti tíminn er þó framundan þegar vatnið fer að hlýna aðeins meira og púpan fer að klekjast í meira magni. Þeir veiðimenn sem við ræddum við við vatnið í gær voru ekki búnir að verða mikið varir þrátt fyrir að hafa verið að kasta flugu í 2-3 tíma og þeir voru sammála um að það væri ansi skrítið hvað það var lítil uppítaka í gærkvöldi. Einn og einn fiskur var þó að gefa sig en þeir voru þó flestir smáir. Einn veiðimaður lenti þó í smá ævintýri við Riðhól seint í gærkvöldi þegar stór urriði stökk á litla púpu. Baráttan stóð yfir í um 20 mínútur og tók fiskurinn rokur af og til en kom ansi nálægt landi inn á milli og sýndi sig vel. Þegar nokkuð var dregið af urriðanum gerði veiðimaðurinn tilraun til að háfa fiskinn en hann passaði ekki í háfinn sama hvernig var reynt. Eftir tvær tilraunir til að ná fiskinum varlega í land tók hann eina roku í viðbót með línu að undirlínu og var síðan laus. Fiskurinn var að sögn ekki undir 6-7 pundum en slíkir urriðar sjást alltaf af og til í vatninu en erfitt hefur verið að fá þá til að taka. Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Kröfurnar miklar eftir góðærið Veiði Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Nokkuð vel mætt var við bakka Elliðavatns í gærkvöldi en heldur róleg var takan þrátt fyrir að hæglætis veður væri við vatnið og aðstæður hinar bestu. Veiðin hefur verið ágæt í vatninu í vor en besti tíminn er þó framundan þegar vatnið fer að hlýna aðeins meira og púpan fer að klekjast í meira magni. Þeir veiðimenn sem við ræddum við við vatnið í gær voru ekki búnir að verða mikið varir þrátt fyrir að hafa verið að kasta flugu í 2-3 tíma og þeir voru sammála um að það væri ansi skrítið hvað það var lítil uppítaka í gærkvöldi. Einn og einn fiskur var þó að gefa sig en þeir voru þó flestir smáir. Einn veiðimaður lenti þó í smá ævintýri við Riðhól seint í gærkvöldi þegar stór urriði stökk á litla púpu. Baráttan stóð yfir í um 20 mínútur og tók fiskurinn rokur af og til en kom ansi nálægt landi inn á milli og sýndi sig vel. Þegar nokkuð var dregið af urriðanum gerði veiðimaðurinn tilraun til að háfa fiskinn en hann passaði ekki í háfinn sama hvernig var reynt. Eftir tvær tilraunir til að ná fiskinum varlega í land tók hann eina roku í viðbót með línu að undirlínu og var síðan laus. Fiskurinn var að sögn ekki undir 6-7 pundum en slíkir urriðar sjást alltaf af og til í vatninu en erfitt hefur verið að fá þá til að taka.
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Kröfurnar miklar eftir góðærið Veiði Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði